Úrval - 01.08.1955, Síða 77
BRÉF HINNA DAUÐADÆMDTJ
75
,,Kæra, ástfólgna . . . skrif-
ar Svetlogup móður sinni og
fer að gráta. „Fyrirgefðu mér,
fyrirgefðu, að ég skuli valda
þér öllu þessu angri. Hvort sem
ég er nú afvegaleiddur eða ekki
— ég gat ekki annað. Aðeins
eitt bið ég þig um: Fyrirgefðu!
. . . Syrgðu mig ekki. Svolítið
fyrr, svolítið síðar, skiptir það
nokkru máli ? Eg óttast ekki og
iðrast ekki þess, sem ég hef
gert. Ég gat ekki annað. Fyrir-
gefðu mér bara. Og reiðstu ekki
neinum, hvorki þeim, sem ég
vann með, né þeirn, sem lífláta
mig . . . Fyrirgefðu þeim, því að
þeir vita ekki, hvað þeir gera.
Um sjálfan mig voga ég ekki
að endurtaka þessi orð, en þau
búa í hjarta mínu, hressa mig
og róa. Fyrirgefðu! Ég kyssi
kæru, gömlu, hrukkóttu hend-
urnar þínar! . . . Ég græt,“
bætir hann við, þegar tvö tár
hafa dottið niður á pappírinn
og runnið út, ,,ég græt ekki af
trega eða angist, heldur af
hrifningu frammi fyrir hátíðleg-
asta augnabliki lífs míns, og af
því ég elska þig . . . dauðann
óttast ég ekki. Því ef satt skal
segja: ég skil hann ekki og
trúi ekki á hann . . . “
„Fyrirgefðu, kæra móðir,“
skrifar austurríska frelsishetj-
an Mittendorfer, í nóvember
1942, fáum stundum fyrir af-
tökuna, „að ég verð því miður
að baka þér þennan sársauka.
Ég hef margsinnis hugleitt það,
hvort þetta var nauðsynlegt,
hvort ég hefði ekki átt að gera
eitthvað annað, en ég komst
aðeins að þessari einu niður-
stöðu: ég gat ekki annað . . .
Ég iðrast þess ekki, líf mitt hef-
ur ætíð verið heiðarlegt og hnar-
reist, og þannig dey ég líka.
Kæra móðir, ég veit, hve þú
tekur dauða minn nærri þér,
mig grunar, hve erfitt það hlýt-
ur að vera fyrir móður að verða
að grafa barnið sitt, því sem
var veitt svo mikil ást, svo mikl-
ar sorgir, fórnað svo mörgum
tímum, dögum og nóttum . . .
Jæja, það er nú einu sinni svona,
börn valda foreldrunum harmi,
í æsku litlum harmi, og því
stærri sem þau verða, því meiri
verður harmurinn . . . Ég fæ
ekki framar að sjá þig, kæra
móðir, en samt sé ég andlit
þitt og finn þig alveg í nám-
unda. Með hugann hjá þér mun
ég kveðja heiminn. Þakka þér
ennþá einu sinni fyrir alla góð-
vildina og kærleikann, aðeins
eina bón á ég eftir: haltu áfram
að vera hugprúð og sterk mín
vegna . . .“
Maður dáist að skáldskapn-
um, því að hann kann að tala
alveg eins og lífið. Maður er
tvöfalt gagntekinn af lífinu, því
að það talar, án þess að vita það,
alveg eins og skáldskapurinn.
Þetta hljómar ekki öðruvísi
á frönsku. Fernande Volral frá
Charleroi skrifar: „Ég bið ykk-
ur öll fyrirgefningar á sársauk-
anum, sem ég hef valdið ykk-
ur, en ég veit, að þið munuð