Úrval - 01.08.1955, Side 82

Úrval - 01.08.1955, Side 82
Lýst skurðaðgerð á lunga. Grein úr eftir Iíarin Ölund. Sœnsk blaðakona, sem fyrst blaðamanna þar í landi fékk leyfi til að vera viðstödd stóra brjóstaðgerð á berklasjúkli/ngi, lýsir í eftir- farandi grein aðgerðinni eins og hún kom henni fyrir sjónir. Lœkn- arnir, sem framkvœmdu aðgerðina og ekki vilja láta nafna sinna getið, hafa yfirfarið greinina og mun þvi mega treysta. að hún sé rétt lýsing svo langt sem hún nœr. TTIJN situr þarna, grönn og lítil og föl, í rauða morgun- sloppnum og bíður eftir því að tekin verði af henni röntgen- mynd. Hin sérkennilega lykt af blóði og svefnlyfjum, sem berst innan úr skurðstofunni, virðist ekki hafa nein áhrif á hana. Hún sýnir heldur engin svip- brigði þegar sofandi skurðsjúkl- ingi er ekið framhjá með súr- efnisslönguna í annarri nösinni og blóðgjafarslönguna í oln- bogabótinni. Sjálf verður hún skorin upp á morgun. Hún heit- ir frú Elvy Kristensson. Hún talar alveg óttalaus um hina væntanlegu skurðaðgerð, nánast af eftirvæntingu. Þján- ingartími hennar yrði nú loks brátt á enda. Fyrir 11 árum veiktist hún af berklum. Þá var hún 17 ára, var nýbyrjuð að vinna þegar læknirinn kvað upp dóm sinn: berklar í lunga. I sveitinni þar sem hún átti heima höfðu margir nágrannar hennar og ættingjar orðið berklum að bráð, og þegar einn bróðir henn- ar dó á hælinu, fór hún að heim- an. En berklarnir fylgdu henni. Hún þurfti að fara á hæli, ekki lengi fyrst, en síðan aftur og aftur. Milli hælisvistanna vannst henni þó tími til að gift- ast og eignast þrjú börn, en lífsþróttur hennar þvarr með hverju ári. Hún unni börnum sínum en fékk ekki að annast þau vegna smithættu. Á hæl- inu í Örnsköldsvík reyndu lækn- arnir við hana öll þau lyf sem þeir þekktu: PAS, INH, strep- tomycin og fleiri, en berklarnir slepptu ekki taki sínu. „En nú ætla þeir að gefa mér heilsuna aftur,“ segir hún bros- andi. „Ég verð frísk, frísk . . .“ Hún gælir við orðið. Hljómur þess er undurfagur í eyrum hennar, næstum of fagur til þess að geta verið sannur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.