Úrval - 01.08.1955, Side 89
Kostir og gallar óvenjulegs
áliugamáls.
Fídusinn er míi íylgikona!
Grein úr „The Kiwanis Magazine",
eftir Harold Bolseth.
IÐ vitið hvað ég á við með
fídus: Það er einhver ný
uppfinning, tæki, áhald, aðferð,
eitthvað sem ekki hefur verið
búið til eða upphugsað áður.
Allt slíkt hefur ómótstæðilegt
aðdráttarafl fyrir mig. Hvers-
vegna veit ég ekki. Ég er svona
gerður.
Sjái ég eða heyri getið um
einhvern nýjan fídus, er ég ekki
í rónni fyrr en ég hef lært hann
eða eignazt. Venjulega er gang-
urinn þessi: Ég sit heima í hæg-
indastólnum mínum og er í
mestu makindum að lesa í blaði
eða tímariti, þegar auglýsing
vekur skyndilega athygli mína.
Segjum að það sé auglýsing
um sjálblekung með innbygðri
reglustiku, naglaþjöl og hníf. Ég
reyni að fletta blaðinu við, en
einhver undarlegur dofi hefur
aitekið mig. I vitund minni rúm-
ast aðeins eitt: ómótstæðileg
löngun til að eignast þennan fá-
gæta hlut.
Konan mín lítur upp úr blaði
sínu og andvarpar: „Hvað er
það nú?“ spyr hún.
„Þetta er bráðsnjallt," segi
ég. „Hlustaðu nú á!“ Ég les.
auglýsinguna upphátt, en hún
hefur engin áhrif á hana.
„Þú átt tuttugu eða þrjátíu
sjálfblekunga fyrir,“ segir hún.
„En engan með innbyggðri
reglustriku, naglaþjöl og hníf,“
segi ég.
„Ef þú kaupir þennan sjálf-
blekung, þá fæ ég mér nýjan
hatt,“ segir hún. Þessi hótun
kemur illa við mig, en löngunin
er of sterk. Ég sezt við skrif-
borðið mitt og skrifa pöntun.
Konan mín fer í símann og mæl-
ir sér mót við vinkonu sína.
Kunningjar mínir brosa um-
burðarlyndir að þessum áhuga
mínum á fídusum, en þeim
tekst þó ekki alltaf að leyna
áhuga sínum og löngun, þegar
ég dreg upp úr vasa mínum eitt-
hvað, sem þeir höfðu ekki hug-
mynd um að væri til.
Dæmi um það eru gúmmí-
skóreimamar, sem ég náði einu
sinni í. Það var verulegur tíma-
sparnaður að þeim, ég þurfti
aldrei að leysa þær og gat
smeygt mér í skóna á morgn-
ana án þess svo mikið sem