Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 99
KONUNGUR FJALLANNA
9T
stundum saman. Veðrið var gott
og fjallið skýldi okkur fyrir
vestanvindinum, en ferðin sótt-
ist seint. Við höfðum aðeins eitt
tjald meðferðis og vistir til eins
dags. Hvor okkar bar líka lítinn
súrefnisgeymi.
Við staðnæmdumst þegar við
vorum komnir upp í 27,500 feta
hæð. Við komumst ekki hærra
þann dag. Vinir okkar komu
á eftir, og það var ákveðið að
við Lambert værum um kyrrt,
en þeir héldu aftur niður fjall-
ið. Morguninn eftir áttum við
að reyna að komast upp á tind-
inn, ef veðrið væri hagstætt.
Brátt voru félagar okkar
orðnir að ofurlitlum dílum í
fjallshlíðinni og síðan hurfu
þeir.
Okkur varð ekki svefnsamt,
enda langaði okkur ekki til að
sofa. Ef við hefðum legið kyrr-
ir, án þess að vera í svefnpoka,
hefðum við sennilega frosið í
hel. Við vorum því sífellt á
hreyfingu, og þannig leið nótt-
in. Þegar tók að birta af degi,
skriðum við út úr tjaldinu, kald-
ir og stirðir. Lambert benti á
hálsinn fyrir ofan okkur og ég
kinkaði kolli brosandi. Við vor-
um óratíma að búa okkur af
stað, því að við vorum svo
loppnir á höndunum. Loks héld-
um við þó af stað. Upp — upp
— lúshægt, næstum skríðandi
— þrjú skref í lotu, tvö skref,
eitt skref. Þegar við höfðum
mjakazt þannig áfram í fjórar
. ’ukkustundir, fór veðrið að
versna og það skall á þoka með
hryðjum. Við vorum orðnir svo
örmagna, að við urðum að
skríða á fjórum fótum.
Loks vorum við orðnir svo
uppgefnir, að við urðum að
nema staðar. Lambert hímdi
hálfboginn í hríðinni, eins og
hann væri að velta fyrir sér
hvað gera skyldi. Ég fór líka
að hugsa málið, en það var enn-
þá erfiðara að hugsa en að
draga andann.Mérvarð litið nið-
ur hlíðina. Við höfðum mjakazt
650 fet upp á við á fimm klukku-
stundum. Ég leit upp. Syðri
tindurinn var meira en 500 fet
fyrir ofan okkur. Ekki hátind-
urinn — aðeins syðri tindurinn.
Og frá honum . . .
Ég trúi á guð. Ég trúi því,
að nauðstaddir menn fái stund-
um vísbendingu frá honum hvað
þeir eigi að taka til bragðs, og
að hann hafi gefið okkur Lam-
bert þessa vísbendingu. Við
hefðum ef til vill getað komizt
upp á tindinn. En ég er þess
fullviss, að við hefðum ekki
komizt niður aftur. Ef við hefð-
um haldið áfram, hefðum við
látið lífið . . .
Við vorum komnir í 28.215
feta hæð; ef til vill hafði eng-
inn komizt nær tindi Everest-
fjallsins en við, ef til vill hafði
enginn klifið hærra í heimmrrm.
Við höfðum lagt okkur alla
fram, en það var ekki nóg. Við
héldum af stað niður fjallið, án
þess að segja orð. Við töluðum
ekkert saman á leiðinni. Við