Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 100

Úrval - 01.08.1955, Qupperneq 100
TJ-RVAL «8 mjökuðumst hægt niður hlíðina — niður, niður. Þetta hafði verið erfiður leið- angur. Og ég hafði eignazt góðan vin. I mörg ár hafði verið rætt um Everestleiðangur að haust- lagi, en hugmyndin varð ekki að veruleika fyrr en árið 1952. Hinir svissnesku vinir mínir gátu ekki beðið til næsta vors, því að Nepalstiórn hafði veitt Bretum leyfi til að klífa fjallið árið 1953. Við Lambert fengum því tækifæri til að reyna í okk- ur þolrifin strax um haustið. Enn var neðsta bækistöðin reist á Khumbujöklinum, og við fórum að klöngrast upp eftir ísruðningnum á nýjan leik. Hann hafði tekið miklum stakkaskipt- um um sumarið og við urðum að leita að nýrri leið. En það reyndist ekki mjög erfitt, þvi að við höfðum öðlazt mikla reynslu. Við vorum líka við því búnir að sprungur yrðu á vegi okkar. Við höfðum planka með- ferðis, sem við notuðum sem brú yfir stærstu sprungurnar, og auk þess höfðum við með okkur langan stiga, sem við ætl- uðum að leggja yfir stóru gjána, sem hafði reynzt okkur svo erf- ið í fyrri leiðangrinum. I fyrstu gekk allt eins og í sögu. En þegar við áttum 2500 fet ófarin þangað, sem við kom- umst hæst í fyrra skiptið, skall á ofsarok með 30 stiga frosti. Enn urðu höfuðskepnurnar okk- ur yfirsterkari. Það var ekki um neitt að velja. Við urðum að snúa við. Enda þótt við hefðum ekki náð takmarkinu, var okkur tek- ið eins og sigurvegurum í Kat- mandu. Konungur Nepals sæmdi mig Pratap Bardhak-orðunni, sem var mikill heiður. En ég var svo veikur af hitasótt, að ég vissi varla hvað fram fór. Það sem að mér gekk, var fyrst og fremst malaría, en einnig þreyta eftir hina tvo erfiðu leið- angra. Svisslendingar reyndust mér vel, eins og fyrri daginn. Þeir sendu mig með flugvél til sjúkrahúss, og þar dvaldist ég í þrjár vikur meðan ég var að ná mér. * Nú var komið árið 1953. Frá- sögnin af svissnesku leiðöngr- unum hafði borizt út um allan heim og mér bárust bréf frá mörgum löndum. í einu bréfinu var mér boðin þátttaka í Ever- estleiðangri undir stjórn John Hunts ofursta. I leiðangrinum áttu að vera fremstu f jallgöngu- menn Breta, og auk þeirra tveir Nýsjálendingar. Annar þeirra var Edmund Flillary, sem hafði tekið þátt í Everestleiðangri ár- ið 1951, og einnig 1952. Eg var á báðum áttum. Ein ástæða þess var sú, að í brezka leiðangrinum 1951 hafði risið deila út af kaupi burðarmann- anna. Ég nefndi þetta við rit- ara Himalajafélagsins. ,,En það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.