Úrval - 01.08.1955, Síða 103
KONUNGUR FJALLANNA
101
dráttinn. Brennandi þorsti sæk-
ir á mann, og það er ómögulegt
að slökkva þann þorsta með
bráðnum snjó eða klaka. Maður
fær höfuðverk og slæmsku í
hálsinn, manni verður flökurt
og matarlystin hverfur. Ekki
má heldur gleyma svefnleysinu;
brezku leiðangursmennirnir
urðu að taka svefnpillur, þegar
komið var upp í ákveðna hæð.
Það er kannske „þriðja lung-
anu“ mínu að þakka, að mér
leið alltaf vel, ef ég hafði nóg
að starfa. Ég þurfti að hafa
eftirlit með öllum útbúnaði, sjá
um að tjöldin væru í lagi og
bræða snjó, svo að hægt væri
að laga heita drykki. Það er
nauðsynlegt að hafa nóg að gera
— það örvar blóðrásina, þegar
maður verður máttfarinn af
hinni miklu hæð. Ég býst við
að það hafi varnað því að ég
fengi höfuðverk og uppsölu. Og
ég þurfti aldrei að taka inn
svefnlyf.
Fyrstu vikuna, sem við Hil-
lary vorum saman, bárum við
léttar byrðar úr aðalbækistöðv-
unum upp eftir f jallinu, eða að-
stoðuðum aðra burðarmenn á
hinni erfiðu leið upp ísruðning-
inn. Jafnframt voru aðrir flokk-
ar að verki fyrir ofan okkur.
Þeri fóru sömu leiðina og Sviss-
lendingarnir höfðu farið um
haustið og reistu bækistöðvar
alveg upp að Suðuröxlinni. Hinn
20. maí var forustuhópurinn
reiðubúinn að halda yfir á sjálfa
öxlina.
Svisslendingarnir höfðu skilið
eftir allmikið af rnatvælum og
útbúnaði í fjórðu bækistöðinni,
og þegar ég hafði krafsað dá-
lítið í snjónum, fann ég birgð-
irnar. Raunar urðu leifar af
birgðum Svisslendinganna okk-
ur að miklu gagni á allri leið-
inni — allt frá eldiviðnum, sem
þeir höfðu skilið eftir í aðal-
bækistöðinni, til súrefnisgeym-
anna, sem við fundum skammt
fyrir neðan fjallstindinn.
Loks var komið að lokabar-
áttunni. Samkvæmt áætluninni
áttu þeir Bourdillon og Evans
að fara fyrst upp á Suðuröxlina,
ásamt Hunt og nokkrum Sérp-
um, sem skyldu vera þeim til
aðstoðar. Daginn eftir, meðan
þeir voru að gera tilraun til að
klífa tindinn, áttum við Hil-
lary að halda sömu leið, ásamt
þeim Lowe og Gregory og átta
beztu Sérpunum.
Bourdillon og Evans áttu að
halda frá áttundu bækistöðinni
á Suðuröxlinni og klífa eins hátt
og þeir gætu — alla leið, ef
mögulegt væri; en það voru
3300 fet frá öxlinni upp á tind-
inn. Á þeirri leið var engin
bækistöð, og það myndi vera
frábært afrek, ef þeir kætu klif-
ið tindinn og komizt til baka
samdægurs. Það var engu hægt
að spá um hvort þeim tækist
það. Hunt ofursti kallaði þessa
tilraun aðeins „könnunarleið-
angur“.
Ef þeim tækist ekki að kom-
ast upp á tindinn, áttum við