Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 105
KONUNGUR FJALLANNA
íoa
Við lágum allan daginn í
tjöldunum og reyndum að halda
á okkur hita með því að drekka
te og kaffi, súpu og sítrónu-
safa. Ég fór oft út og horfði
upp til fjallsins.
Næstu nótt var líka slæmt
veður. Ég lá og hlustaði á þyt-
inn í vindinum og sagði við
sjálfan mig: „Það verður að
lygna. Þetta er sjöunda Ever-
estferðin mín. Ég er hrifinn af
Everest, en sjö ferðir er nóg.
Við verðum að komst upp á
tindinn. Það verður að tak-
ast . . .“
#
28. maí . . . Það var líka 28.
maí, þegar við Lambert gerðum
síðustu tilraunina. En nú vorum
við sem svaraði einni dagleið
neðar í fjallinu; einum degi
seinni. Einu ári seinni. I birt-
ingu var enn hvasst, en klukk-
an átta fór að lygna. Við litum
hvor á annan og kinkuðum kolli.
Við ákváðum að gera tilraun-
ina.
Rétt fyrir klukkan níu lögðu
þeir Lowe, Gregory og Sérpinn
Ang Nyima af stað, hver með
40 punda byrði og súrefnis-
geyma til öndunar. Um klukku-
stund seinna lögðum við Hillary
upp og bárum um 50 pund hvor.
Ætlunin var að aðstoðarmenn-
irnir væru búnir að höggva spor
x fönnina, þannig að við gætum
farið okkur hægt og komizt hjá
að þreyta okkur um of.
Eins og gert hafði verið ráð
fyrir, gerðu sporin, sem höggv-
in höfðu verið í fönnina, okkur
auðveldara að klífa brattann, og
um hádegið vorum við búnir
að ná félögum okkar. Við kom-
umst þangað, sem Hunt og Sérp-
inn höfðu verið tveim dögum
áður, og þar fundum við tjald,
matvæli og súrefnisgeyma, sem
þeir höfðu skilið eftir. Við urð-
um nú að bæta þessu á okkur
og eftir það bárum við 60 pund
hvor.
Fjallið varð brattara og okk-
ur miðaði lítið áfram. Fönnin
varð dýpri og við neyddumst
aftur til að höggva spor í hjarn-
ið. Það var hlutverk Lowes, og
hann fór fremstur með öxina,
en við hinir fylgdum á eftir.
En klukkan tvö vorum við orðn-
ir svo þrekaðir, að við ákváð-
um að reisa tjaldið í skióli und-
ir hamrabelti. Félagar okkar
þrír flýttu sér að kveðja okkur
og óskuðu okkur góðs gengis,
og héldu síðan aftur niður
fjallið.
Við Hillary vorum nú tveir
einir í 27.900 feta hæð, en bæki-
stöð hafði aldrei verið reist í
svo mikilli hæð fyrr. Við strit-
uðum fram í myrkur við að
höggva til sléttan flöt fyrir
tjaldið, en okkur tókst það ekki
betur en svo, að annar helming-
ur tjaldgólfsins var hærri en
hinn.
Síðan áttum við í miklu basli
með gaddfreðið tjaldið og bönd-
in. Við vorum fimm sinnum
lengur að öllu en neðar í fjall-