Úrval - 01.08.1955, Page 108
106
ÚRVAL
lít í orðið „næstum“ og segja:
„Hvað þýðir „næstum“? Fjalla-
menn vita, að það er engin skyn-
semi í þessari spurningu; þegar
tveir eru „á sama kaðli“, þá
■eru þeir saman. Það er allt og
sumt. En sumir virtust ekki
skilja þetta. Mér þykir leitt að
verða að játa, að í Indlandi og
Nepal hefur verið lagt fast að
mér að segja, að ég hafi orðið
á undan Hillary upp á tindinn.
Og hvar sem ég fer, er ég spurð-
ur sömu spurningar: „Hvor var
á undan? Hvor var á undan?“
#
Rétt fyrir neðan tindinn nám-
um við Hillary staðar. Við
horfðum upp. Síðan héldum við
áfram. Kaðallinn, sem var á
milli okkar, var 30 fet á lengd,
en ég hafði hankað mest af hon-
um upp á höndina, svo að það
voru ekki nema sex fet á milli
okkar. Mér kom ekki í hug
„fyrstur" eða ,,annar“. Ég sagði
ekki við sjálfan mig: „Nú er
tækifærið. Ég ýti Hillary til hlið.
ar og flýti mér á undan hon-
um.“ Við þrömmuðum áfram,
hægt og sígandi. Og svo stóð-
um við á tindinum. Hillary sté
fyrr á hann, síðan ég. Ef það
telst mér til hnjóðs, að ég var
skrefi á eftir Hillary, þá verður
svo að vera. Það fyrsta sem við
gerðum, þegar við vorum komn-
ir upp á tindinn, var nákvæm-
lega það sama og allir aðrir
fjallamenn myndu hafa gert.
Við tókumst í hendur. En Éver-
■est átti meira skilið. Ég baðaði
út öllum öngum og faðmaði Hil-
lary að mér, og við klöppuðum
hvor öðrum á bakið, þar til við
vorum orðnir sprengmóðir, þrátt
fyrir súrefnið. Síðan litum við
í kringum okkur. Klukkan var
11,30 f. h„ sólin skein í heiði
og himinninn var svo djúpblár,
að ég hef aldrei séð slíkan lit
fyrr. Það var næstum logn, að-
eins hægur andvari frá Tíbet,
og snjókúfurinn, sem ávallt
þyrlast upp af tindi Everest, var
mjög lítill.
ITvert sem litið var, blöstu
Himalajafjöllin miklu við aug-
um. En nú urðum við að horfa
ni'ður á tindana — risa eins og
Lhotse, Nuptse og Makulu.
Og lengra í burtu virtust mestu
f jöll heimsins vera eins og smá-
hólar. Þetta var sýn, sem ég
hafði aldrei séð áður og myndi
aldrei sjá aftur: töfrandi og
ógnþrungin í senn. En ég fann
ekki til ótta. Ég unni Everest
of mikið til þess að vera ótta-
sleginn. Á þessari hátíðlegu
stund, sem ég hafði þráð alla
ævi, fannst mér f jallið mitt ekki
vera andvana hrúgald úr ís og
grjóti, heldur hlýtt, vingjarn-
legt og lifandi.
Við lokuðum fyrir súrefnið.
Jafnvel þarna uppi á hæsta tindi
jarðarinnar, var hægt að lifa
án súrefnisgeymis, ef maður
reyndi ekkert á sig. Við hreins-
uðum hrímið af grímunum og
ég stakk brjóstsykri upp í mig.
Svo settum við aftur á okkur
grímurnar. En við skrúfuðum