Úrval - 01.08.1955, Page 108

Úrval - 01.08.1955, Page 108
106 ÚRVAL lít í orðið „næstum“ og segja: „Hvað þýðir „næstum“? Fjalla- menn vita, að það er engin skyn- semi í þessari spurningu; þegar tveir eru „á sama kaðli“, þá ■eru þeir saman. Það er allt og sumt. En sumir virtust ekki skilja þetta. Mér þykir leitt að verða að játa, að í Indlandi og Nepal hefur verið lagt fast að mér að segja, að ég hafi orðið á undan Hillary upp á tindinn. Og hvar sem ég fer, er ég spurð- ur sömu spurningar: „Hvor var á undan? Hvor var á undan?“ # Rétt fyrir neðan tindinn nám- um við Hillary staðar. Við horfðum upp. Síðan héldum við áfram. Kaðallinn, sem var á milli okkar, var 30 fet á lengd, en ég hafði hankað mest af hon- um upp á höndina, svo að það voru ekki nema sex fet á milli okkar. Mér kom ekki í hug „fyrstur" eða ,,annar“. Ég sagði ekki við sjálfan mig: „Nú er tækifærið. Ég ýti Hillary til hlið. ar og flýti mér á undan hon- um.“ Við þrömmuðum áfram, hægt og sígandi. Og svo stóð- um við á tindinum. Hillary sté fyrr á hann, síðan ég. Ef það telst mér til hnjóðs, að ég var skrefi á eftir Hillary, þá verður svo að vera. Það fyrsta sem við gerðum, þegar við vorum komn- ir upp á tindinn, var nákvæm- lega það sama og allir aðrir fjallamenn myndu hafa gert. Við tókumst í hendur. En Éver- ■est átti meira skilið. Ég baðaði út öllum öngum og faðmaði Hil- lary að mér, og við klöppuðum hvor öðrum á bakið, þar til við vorum orðnir sprengmóðir, þrátt fyrir súrefnið. Síðan litum við í kringum okkur. Klukkan var 11,30 f. h„ sólin skein í heiði og himinninn var svo djúpblár, að ég hef aldrei séð slíkan lit fyrr. Það var næstum logn, að- eins hægur andvari frá Tíbet, og snjókúfurinn, sem ávallt þyrlast upp af tindi Everest, var mjög lítill. ITvert sem litið var, blöstu Himalajafjöllin miklu við aug- um. En nú urðum við að horfa ni'ður á tindana — risa eins og Lhotse, Nuptse og Makulu. Og lengra í burtu virtust mestu f jöll heimsins vera eins og smá- hólar. Þetta var sýn, sem ég hafði aldrei séð áður og myndi aldrei sjá aftur: töfrandi og ógnþrungin í senn. En ég fann ekki til ótta. Ég unni Everest of mikið til þess að vera ótta- sleginn. Á þessari hátíðlegu stund, sem ég hafði þráð alla ævi, fannst mér f jallið mitt ekki vera andvana hrúgald úr ís og grjóti, heldur hlýtt, vingjarn- legt og lifandi. Við lokuðum fyrir súrefnið. Jafnvel þarna uppi á hæsta tindi jarðarinnar, var hægt að lifa án súrefnisgeymis, ef maður reyndi ekkert á sig. Við hreins- uðum hrímið af grímunum og ég stakk brjóstsykri upp í mig. Svo settum við aftur á okkur grímurnar. En við skrúfuðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.