Úrval - 01.08.1955, Side 113
KONUNGUR FJALLANNA
11L
yfir snæviþakin fjöllin. Konan
mín, sem hafði verið á svo mörg-
um enskum heimilum, þekkti
vel allan húsbúnað og heimilis-
tæki Vesturlandabúa, og hana
langaði til að eignast samskon-
ar hluti — ekki sízt öll nýtízku
tækin í eldhúsið. Ég hef sagt við
hana: „Okkur hefur vegnað vel
hingað til. Við skulum fara okk-
ur hægt og lifa óbrotnu lífi.“
En það er hægra sagt en gert.
Ég hef keypt mér Lingvafón-
plötur, til þess að auka mála-
kunnáttu mína. Mig langar til
að heimsækja Bandaríkin ein-
hverntíma, og ég vona að mér
auðnist að koma aftur til Eng-
lands og Sviss. Leiðin hefur ver-
ið löng frá rótum Everest upp
á tindinn. Ég, sem var tötrum
klæddur burðarmaður, er nú
prúðbúinn, með f jölda heiðurs-
merkja á brjóstinu, maður, sem
ferðast með flugvélum og hef
áhyggjur af tekjuskattinum. En
ég hef lært margt, og ég hef
ekki aðeins fræðst um borgir
og lönd. Ég hef lært þann sann-
leika, að þó að fólk sé ólíkt mér,
þarf það ekki endilega að hafa.
rangt fyrir sér og ég rétt. Hvað
sem ýfingunum um Everest líð-
ur, þá eru þær ekkert annað
en hégómi, samanborið við-
mannlegan skyldleika okkar.
Ó. B. þýddi.
Arfgengt
hátterni tvíhura.
Úr „Magasinet".
Það er ævagömul spurning að
hve miklu leyti hátterni manns-
ins mótast af hagstæðum eða
óhagsæðum áhrifum frá um-
hverfinu, vana og reynslu, og
að hve miklu leyti af „eðli“
voru, þ. e. óbreytanlegum, arf-
teknum eiginleikum. Spurningin
skýtur upp kollinum í hvert
skipti, sem talað er um sérstök
afrek einhvers manns eða ódæð-
isverk. Hafa kringumstæðurnar
gert hann að glæpamanni ? Eða:
voru það heppileg þroskaskil-
yrði, sem áttu ríkastan þátt í
að gera hann að afreksmanni?
Þó að vandamálið sé sem sagt
ævagamalt, hefur aldrei fengizt
á því viðunandi lausn. Eftir á
kann að vísu að vera unnt að
finna áhrif ytri aðstæðna, en
ekki er hægt að vita hver út-
koman hefði orðið án þessara
áhrifa.
Skemmtileg aðferð til þess að
sneiða hjá þessum óyfirstígan-