Úrval - 01.10.1955, Page 2
Lífið — hið mikla œvintýri.
Fyrir nokkru voru fluttir sam-
talsþættir í franska útvarpið um
lífið í ljósi vísindanna. Þeir sem
ræddu þetta yfirgripsmikla efni,
voru líffræðingurinn og rithöf-
undurinn Jean Rostand og blaða-
maðurinn Paul Bodin.
Rostand er einn af kunnustu
líffræðingum Frakklands, fædd-
ur árið 1894. En auk vísindarann-
sókna hefur hann fengizt mikið
við ritstörf, ekki aðeins um líf-
fræði, heldur einnig um heimspeki,
félagsmál o. fl. Með sltrifum sín-
um hefur Rostand meira en nokk-
ur annar vakið áhuga fransks al-
mennings á erfðafræði og líffræði
og gildi þessara vísindagreina fyr-
ir velferð mannsins, hamingju
-hans og framtíð.
Paul Bodin er vinsæll og þekkt-
ur blaðamaður, fjölfróður og fjöl-
hæfur. Hann hóf ritferil sinn með
því að gefa út ljóðabók, síðan
komu út eftir hann fjórar skáld-
sögur. Árið 1944 gerðist hann
fréttaritari eins stærsta blaðs Par-
ísar og ferðaðist á næstu árum
víða um heim. Vísindi hafa þó alla
tið verið honum mikið áhugamál
og skrif hans um þau efni hafa
aflað honum mikilla vinsælda,
einkum viðtöl, sem hann hefur átt
við ýmsa þekktustu vísindamenn
heimsins.
Það stóðu því öll efni til þess
að samtalsþættir þeirra Rostands
og Bodins yrðu vinsælt útvarps-
efni, enda varð reyndin sú, að
meira var hlustað á þá en flesta
ef ekki alla aðra dagskrárliði
franska útvarpsins. Þættirnir urðu
alls tólf og gefa heiti þeirra
nokkra hugmynd um hve víða þeir
félagar komu við í samtölum sín-
um: 1) Sköpunar-,,undrið,“ 2)
Ævintýrið um apafóstrið, 3) Börn
20. aldarinnar eru 200.000 ára
gömul, 4) Afburðamenn fara for-
görðum, 5) Karlmenn eru hið
veika kyn, konur hið sterka, 6)
Geta vísindin skapað nýjan
mann?, 7) Drengur eða stúlka?
Meyjarfæðing?, 9) Sigrazt mun
verða á öllum sjúkdómum, 10)
Mannsaldurinn gæti orðið 120 ár,
11) Örlög jarðarinnar og okkar
sjálfra, 12) Lög og siðgæði i Ijósi
líffræðinnar.
Vegna hinna einstæðu vinsælda,
sem þessir samtalsþættir nutu,
voru þeir á eftir gefnir út í bókar-
formi. Þessi bók er nýkomin út
i enskri þýðingu og nefnist Life,
the Great Adventure. Úrval hefur
náð í þessa bók og birtir hér á
eftir fyrsta kaflann úr henni.
Fleiri kaflar munu koma í næstu
heftum. tírval telur mikinn feng í
að geta birt þessa bókarkafla.
Efnið sem um er fjallað, er flest-
um mönnum hugtækt og fram-
setning þess er einkar Ijós og
skemmtileg. Jafnframt þvi sem
þeir félagar miðla lesendum mikl-
um fróðleik, kveða þeir niður
margskonar villukenningar og
hindurvitni, sem enn dafna vel,
þrátt fyrir öll vísindi.
Þýðendur (auk ritstjórans): Ólafur Sveinsson (Ö. Sv.), Óskar Bergs-
son (Ö. B.) og Geir Kristjánsson (G. K.).
tJRVAli — tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gisli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavik. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Sími 1174. Áskriftarverð 85 krónur.
TJtgefandi: Steindórsprent h.f.
I