Úrval - 01.10.1955, Side 6

Úrval - 01.10.1955, Side 6
4 ÚRVAL mér magnaðist þessi fyrsta ást mín með árunum. Þessi áhugi minn glæddist mjög við lestur bóka eftir skordýrafæðinginn Fabre. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég las fyrsta bindið af hinu kunna verki Fabre: Souvenirs entomologiques, og ég varð sem bergnuminn. Upp frá því átti ég aðeins einn draum: að verða náttúrufræð- ingur, að rannsaka dýr — eins og Fabre — og skrifa bækur um þau eins og hann. Fordæmi hans sýndi, að hægt var að helga líf sitt því, sem hafði ver- ið mér aðeins skemmtun, hjá- stund, og gera sér að atvinnu það sem mér hafði virzt leikur. Það vildi svo til, að ég hóf skordýrarannsóknir mínar und- ir handleiðslu Félix Mascaraux, sem var áhugasamur náttúru- fræðingur, og hann hvatti mig til að rannsaka bjöllur. En í hreinskilni sagt var ég ekki skordýrasafnari. Áhugi minn beindist ekki fyrst og fremst að skordýrunum sem slíkum, þó að ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, heldur þeim viðfangsefn- um, sem tilvera þeirra — og allra annarra lífvera — felur í sér. Brátt tók ég að lesa alls- konar bækur um lífeðlisfræði og líffræði — eftir Pasteur, La- marck, Darwin og fleiri. En eftir átján ára aldur urðu rannsóknir á froskum sérgrein mín. Ég held það hafi verið upp- götvanir Bataillons árið 1910, sem urðu þess valdandi að ég sneri mér að froskunum. Mér fannst mikið til um það þegar honum tókst að framkalla meyj- arfæðingu hjá froskum. Allar tilraunir mínar og rannsóknir hef ég gert á þessari dýrateg- und. Froskar eru sérlega vel fallnir til rannsókna á æxlun, frjósemi og þróun fóstursins. Ég hef rannsakað sérstaklega áhrif hormóna (vaka) á mynd- un eggja, meyjarfæðingu, tvö- földun litninga fyrir áhrif kulda, geymslu eggja og sæðis við sér- stök skilyrði, og arfgengi van- skapnaðar af sérstakri tegund, svo sem fjölgun fingra (auka- fingur): sem stendur er ég að rannsaka undarlegan afbrigði- leika í froskum. Ég held hann sé tilkominn fyrir áhrif víru. Og ef til vill er það víra, sem svipar að sumu leyti til víru, er veldur sumum tegundum ill- kynjaðra æxla í spendýrum. P. B.: Herra Rostand, ég ætla að snúa mér útúrdúralaust að því efni, sem okkur leikur mest- ur hugur á að fræðast um. Hvaða hugmyndir getum við gert okkur um myndun al- heimsins og tilkomu lífsins á jörðinni út frá þeirri þekkingu, sem vísindin ráða nú yfir? Ég læt mér auðvitað ekki til hugar koma, að við getum gert þessu geysilega viðfangsefni skil í einu viðtali. Við munum víkja að því oftar í seinni viðtölum. J. R.: Um myndun alheims- ins get ég aðeins vísað til þess sem stjörnufræðingar segja,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.