Úrval - 01.10.1955, Síða 6
4
ÚRVAL
mér magnaðist þessi fyrsta ást
mín með árunum. Þessi áhugi
minn glæddist mjög við lestur
bóka eftir skordýrafæðinginn
Fabre. Ég var ekki nema sjö
ára þegar ég las fyrsta bindið
af hinu kunna verki Fabre:
Souvenirs entomologiques, og
ég varð sem bergnuminn. Upp
frá því átti ég aðeins einn
draum: að verða náttúrufræð-
ingur, að rannsaka dýr — eins
og Fabre — og skrifa bækur
um þau eins og hann. Fordæmi
hans sýndi, að hægt var að
helga líf sitt því, sem hafði ver-
ið mér aðeins skemmtun, hjá-
stund, og gera sér að atvinnu
það sem mér hafði virzt leikur.
Það vildi svo til, að ég hóf
skordýrarannsóknir mínar und-
ir handleiðslu Félix Mascaraux,
sem var áhugasamur náttúru-
fræðingur, og hann hvatti mig
til að rannsaka bjöllur. En í
hreinskilni sagt var ég ekki
skordýrasafnari. Áhugi minn
beindist ekki fyrst og fremst að
skordýrunum sem slíkum, þó að
ég gerði mér ekki grein fyrir
því þá, heldur þeim viðfangsefn-
um, sem tilvera þeirra — og
allra annarra lífvera — felur
í sér. Brátt tók ég að lesa alls-
konar bækur um lífeðlisfræði og
líffræði — eftir Pasteur, La-
marck, Darwin og fleiri.
En eftir átján ára aldur urðu
rannsóknir á froskum sérgrein
mín. Ég held það hafi verið upp-
götvanir Bataillons árið 1910,
sem urðu þess valdandi að ég
sneri mér að froskunum. Mér
fannst mikið til um það þegar
honum tókst að framkalla meyj-
arfæðingu hjá froskum. Allar
tilraunir mínar og rannsóknir
hef ég gert á þessari dýrateg-
und. Froskar eru sérlega vel
fallnir til rannsókna á æxlun,
frjósemi og þróun fóstursins.
Ég hef rannsakað sérstaklega
áhrif hormóna (vaka) á mynd-
un eggja, meyjarfæðingu, tvö-
földun litninga fyrir áhrif kulda,
geymslu eggja og sæðis við sér-
stök skilyrði, og arfgengi van-
skapnaðar af sérstakri tegund,
svo sem fjölgun fingra (auka-
fingur): sem stendur er ég að
rannsaka undarlegan afbrigði-
leika í froskum. Ég held hann
sé tilkominn fyrir áhrif víru.
Og ef til vill er það víra, sem
svipar að sumu leyti til víru, er
veldur sumum tegundum ill-
kynjaðra æxla í spendýrum.
P. B.: Herra Rostand, ég ætla
að snúa mér útúrdúralaust að
því efni, sem okkur leikur mest-
ur hugur á að fræðast um.
Hvaða hugmyndir getum við
gert okkur um myndun al-
heimsins og tilkomu lífsins á
jörðinni út frá þeirri þekkingu,
sem vísindin ráða nú yfir? Ég
læt mér auðvitað ekki til hugar
koma, að við getum gert þessu
geysilega viðfangsefni skil í
einu viðtali. Við munum víkja
að því oftar í seinni viðtölum.
J. R.: Um myndun alheims-
ins get ég aðeins vísað til þess
sem stjörnufræðingar segja,