Úrval - 01.10.1955, Side 8
6
ÚRVAL
verða til úr lífvana efni, og held-
ur ekki úr margbrotnum lífræn-
um efnum, sem lífverur höfðu
myndað.
P. B.: Hafa ekki rússneskir
líffræðingar skýrt frá því, að
þeir hafi séð lifandi efni verða
til?
J. R.: Jú, það er rétt, að vís-
indamennirnir Boshian og Olga
Lepeshininskaja telja sig hafa
séð bakteríur og frumur verða
til úr lífvana efni (lífrænum efn-
um í rotnun, eggjarauðu o. fl.).
En ég verð að segja, að það sem
ég hef lesið um þetta er fjarri
því að vera sannfærandi. Þar
til áreiðanlegri fréttir berast
mun ég því halda mér við álykt-
anir Pasteurs — mér virðast
þær í fullu gildi enn. í hrein-
skilni sagt er það skoðun mín,
að þegar um er að ræða bakterí-
ur og skolpdýr — þ. e. örsmá
dýr gerð úr f rumum —• geti eng-
inn sem hugleitt hefur marg-
brotna gerð þessara lífvera tek-
ið alvarlega kenninguna um
sjálfkviknun lífsins.
Ef spurningin um sjálfkvikn-
un lífsins getur yfirleitt komið
til álita — og ég held að í vís-
indum beri að taka alla mögu-
leika til athugunar —- þá verð-
ur að hugsa sér hana í sam-
bandi við miklu frumstæðari
lífsform en bakteríur. Ég á við
vírur. Vírur eru ekki aðeins
miklu minni en bakteríur, held-
ur eru þær einnig miklu einfald-
ari að efnasamsetningu, því að
sumar þeirra virðast myndaðar
úr aðeins einu efni — kjarna-
próteini*) — sem vissulega er
þó mjög margbrotið efni. Eigi
að síður er sú lífvera mjög ein-
föld að byggingu sem aðeins er
gerð úr einu efni — hversu
margbrotið sem það efni er.
Vírur þrífast aðeins í lifandi
frumum og á þeim efnum, sem
fruman framleiðir. Ekki er ó-
hugsandi, að fruman framleiði
sjálf vírurnar í sumum tilfell-
um. En jafnvel þótt svo væri,
er ekki um að ræða myndun lífs
úr lífvana efni; slík „sjálfkvikn-
un“ víru úr lifandi frumu mundi
ekki varpa neinu ljósi á tilurð
fyrstu lífveranna á jörðinni, því
að þær hljóta vitanlega að hafa
orðið til löngu áður en lífverur
gerðar úr frumum komu fram
á sjónarsviðið.
Ef fyrstu lífverurnar hafa að
einhverju leyti verið sambæri-
legar við vírur, þá hljóta þær
að hafa verið mjög frábrugðn-
ar þeim vírum, sem við þekkj-
um, því að þær urðu að geta
nærzt á lífvana efni og hljóta
að hafa orðið til úr lífvana efni.
Þesskonar vírur þekkjum við
ekki. En við getum hugsað okk-
ur að þær hafi verið til. Slíkar
vírur myndu þá vera sá hlekk-
ur, sem skynsemin segir okkur
að hljóti að hafa verið til, milli
heims sameindanna og heims
frumanna — þ. e. milli hins ó-
*) Alþjóðaorðið prótein verður
hér notað í stað hins óþjála orðs
eggjahvítuefni. — Þýð.