Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 8

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 8
6 ÚRVAL verða til úr lífvana efni, og held- ur ekki úr margbrotnum lífræn- um efnum, sem lífverur höfðu myndað. P. B.: Hafa ekki rússneskir líffræðingar skýrt frá því, að þeir hafi séð lifandi efni verða til? J. R.: Jú, það er rétt, að vís- indamennirnir Boshian og Olga Lepeshininskaja telja sig hafa séð bakteríur og frumur verða til úr lífvana efni (lífrænum efn- um í rotnun, eggjarauðu o. fl.). En ég verð að segja, að það sem ég hef lesið um þetta er fjarri því að vera sannfærandi. Þar til áreiðanlegri fréttir berast mun ég því halda mér við álykt- anir Pasteurs — mér virðast þær í fullu gildi enn. í hrein- skilni sagt er það skoðun mín, að þegar um er að ræða bakterí- ur og skolpdýr — þ. e. örsmá dýr gerð úr f rumum —• geti eng- inn sem hugleitt hefur marg- brotna gerð þessara lífvera tek- ið alvarlega kenninguna um sjálfkviknun lífsins. Ef spurningin um sjálfkvikn- un lífsins getur yfirleitt komið til álita — og ég held að í vís- indum beri að taka alla mögu- leika til athugunar —- þá verð- ur að hugsa sér hana í sam- bandi við miklu frumstæðari lífsform en bakteríur. Ég á við vírur. Vírur eru ekki aðeins miklu minni en bakteríur, held- ur eru þær einnig miklu einfald- ari að efnasamsetningu, því að sumar þeirra virðast myndaðar úr aðeins einu efni — kjarna- próteini*) — sem vissulega er þó mjög margbrotið efni. Eigi að síður er sú lífvera mjög ein- föld að byggingu sem aðeins er gerð úr einu efni — hversu margbrotið sem það efni er. Vírur þrífast aðeins í lifandi frumum og á þeim efnum, sem fruman framleiðir. Ekki er ó- hugsandi, að fruman framleiði sjálf vírurnar í sumum tilfell- um. En jafnvel þótt svo væri, er ekki um að ræða myndun lífs úr lífvana efni; slík „sjálfkvikn- un“ víru úr lifandi frumu mundi ekki varpa neinu ljósi á tilurð fyrstu lífveranna á jörðinni, því að þær hljóta vitanlega að hafa orðið til löngu áður en lífverur gerðar úr frumum komu fram á sjónarsviðið. Ef fyrstu lífverurnar hafa að einhverju leyti verið sambæri- legar við vírur, þá hljóta þær að hafa verið mjög frábrugðn- ar þeim vírum, sem við þekkj- um, því að þær urðu að geta nærzt á lífvana efni og hljóta að hafa orðið til úr lífvana efni. Þesskonar vírur þekkjum við ekki. En við getum hugsað okk- ur að þær hafi verið til. Slíkar vírur myndu þá vera sá hlekk- ur, sem skynsemin segir okkur að hljóti að hafa verið til, milli heims sameindanna og heims frumanna — þ. e. milli hins ó- *) Alþjóðaorðið prótein verður hér notað í stað hins óþjála orðs eggjahvítuefni. — Þýð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.