Úrval - 01.10.1955, Síða 9
SKÖPUNAR-„UNDRIÐ"
7
lífræna og lífræna, milli hins
dauða heims og hins lifandi.
P.B.: Er ekki hugsanlegt, að
einu sinni hafi ríkt það ástand,
sem nauðsynlegt var fyrir til-
komu lífsins á jörðinni? Ég á
við ástand frábrugðið því sem
nú er og virðist útiloka sjálf-
kviknun lífs?
J.R.: Jú, það er einmitt skoð-
un líffræðinga. Að mínu áliti
eru þau skilyrði sem nauðsyn-
leg eru til þess að lifandi efni
geti orðið til, ekki bundin hita,
geislamagni sólar, geislaverkun-
um eða öðru þvílíku. Þetta eru
allt tiltölulega algengir þættir
ástands, sem auðvelt er að
skapa í ýmsum myndum í rann-
sóknarstofu. Aftur á móti finnst
mér líklegt, að þegar líf varð til
fyrst á jörðinni kunni að hafa
ríkt ástand — svo sérstæðs eðl-
is að við getum tæpast ímyndað
okkur það. Ég á hér við, t. d.,
sjálfa byggingu efnisins, sem
kann að hafa verið allt önnur
en nú. Og þessi bygging efnis-
ins kann að hafa veriö í sam-
bandi við stærð alheimsins, sem
— ef trúa má kenningunni um
útþenslu rúmsins — eru stöðugt
að breytast. Það er því hugsan-
legt, að fyrir 1500 milljónum
ára hafi alheimurinn verið
drjúgum minni en nú. Ég skal
þó fyrstur manna játa, að allt
er þetta svo óljóst, að tæpast
tekur því að minnast á það.
P. B.: Ef ég man rétt, segir
rithöfundurinn Lecomte du
Nouy einhversstaðar, að tilurð
lifandi sameindar, eða frumu sé
svo fram úr hófi ósennilegt fyr-
irbrigði, að eina skynsamlega
skýringin á því sé kraftaverk,
sköpimarverk.
J. R.: Ég held að röksemdir
Lecomte du Nouy séu einskis
virði. Að mínu áliti er algerlega
tilgangslaust að sökkva sér nið-
ur í útreikninga á því hverjar
séu líkurnar fyrir tilurð lifandi
sameindar. Slíkir útreikingar
myndu áreiðanlega sneiða hjá
kjarna málsins, því að við vit-
um ekkert um ósennileikann eða
erfiðleikana, sem slíkri tilurð
eru samfara. Ef til vill voru
líkurnar miklu minni en Le-
comte du Nouy gerði ráð fyrir.
Á hinn bóginn kunna þær að
hafa verið svo miklar, að óum-
flýjanlegt var að líf kviknaði
um allan hnöttinn! Við vitum
ekkert um ástandið sem ríkti
við tilurð lífsins. Þar með er
ekki sagt að við eigum ekki að
reyna að gera okkur grein fyr-
ir því, en í umræðum okkar
verðum við að hafa einhvern
fastan grundvöll að standa á.
P. B.: Ef til vill fáum við
svar við þessum spumingum
þegar mönnum tekst að skapa
gervilíf. Með efnatengingu, með
samtengingu lifandi efnis, tekst
manninum ef til vill að endur-
skapa hið mikla ævintýri sjálfs
sín — Lífið. Verið getur líka,
að menn finni aðrar leiðir til
að láta líf kvikna — á sama
hátt og menn kunna ýmsar leið-
ir til að framkalla ljós eða hita.