Úrval - 01.10.1955, Side 10

Úrval - 01.10.1955, Side 10
8 TJRVAL Er ekki hugsanlegt, að lífið eigi sér fleiri en eina orsök? J. R.: Þér minntust á sköpun gervilíf s, en í því sambandi verð- um við að gera glöggan grein- armun á tvennu — annarsveg- ar athugun á sjálfkviknun lífs, og hinsvegar sköpun lífs af mannahöndum í tilraunastofum. Það er tvennt ólíkt. Fræðilega getum við sagt, að hugsanlegt sé að mjög einfald- ar lífverur (vírutegund) geti myndazt við sjálfkviknun úr líf- rænu efni frá dýrum, sem einu sinni voru lifandi. En þar með er ekki sagt, að við getum sjálf- ir skapað líf úr ólífrænum efn- um. Á hinn bóginn getur verið að lífverur geti ekki orðið til við sjálfkviknun, en að okkur takist aftur á móti með ein- hverjum afburðasnjöllum til- raunum að skapa líf úr ólífrænu efni eða efnum. Sem stendur er hvergi í neinni tilraunastofu unnið að tilraun- um til að skapa líf, gagnstætt því sem ætla mætti að skrifum blaða. Amínósýrur er hægt að búa til með efnatengingu, og amínósýrur eru efniviður pró- teina: Það er hægt að tengja amínósýrur saman í flóknari efnasambönd, sern nefnast poly- peptidar. En sem stendur að minnsta kosti er framleiðsla próteina útilokuð, hvað þá kjarnapróteina. Auk þess eru prótein eða kjarnaprótein ekki alltaf lifandi, þ. e. taka til sín næringu, vaxa á kostnað um- hverfisins eða geta af sér af- kvæmi í sinni mynd. Svo að vitnað sé í margnotaða samlík- ingu: við getum byggt nokkra af þeim múrsteinum, sem þarf til að reisa próteinhöllina, en við sjáum ekki einu sinni fram á þann tíma þegar við getum lokið að fullu byggingu slíkrar hallar. Og þó að mönnum tækist — eftir margar aldir — að skapa líf, mundi slíkt ,,gervilíf“ að öll- um líkindum verða vesæl eftir- líking eða skrumskæling af ,,náttúrlegu“ lífi, af því lífi sem er ríki jurta og dýra. En nú skulum við snúa okkur að við- fangsefnum, sem ekki eru jafn- þokukennd og þetta. Líf á öðrum hnöttum? P. B.: Er nokkuð sem rétt- lætir þá skoðun, að jörðin sé eini byggði hnöttur heimsins? Er skynsamlegt að ætla, að líf sé — eða hafi verið — á öðr- um plánetum?" J. R.: Þetta er spurning, sem hægt er að ræða, þótt ekki verði henni svarað afdráttarlaust. Stjörnufræðingar segja okkur, að auk jarðarinnar sé aðeins ein pláneta þar sem þrifizt geti lífverur, þ. e. lífverur svipaðar þeim, sem lifa hér á jörðinni, lífverur sem gerðar eru úr frum- um. Sú pláneta er Mars. Sumir athugendur telja sig hafa séð litbreytingar á yfir- borði Mars, er bent gætu til að þar væri einskonar gróður, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.