Úrval - 01.10.1955, Page 10
8
TJRVAL
Er ekki hugsanlegt, að lífið eigi
sér fleiri en eina orsök?
J. R.: Þér minntust á sköpun
gervilíf s, en í því sambandi verð-
um við að gera glöggan grein-
armun á tvennu — annarsveg-
ar athugun á sjálfkviknun lífs,
og hinsvegar sköpun lífs af
mannahöndum í tilraunastofum.
Það er tvennt ólíkt.
Fræðilega getum við sagt, að
hugsanlegt sé að mjög einfald-
ar lífverur (vírutegund) geti
myndazt við sjálfkviknun úr líf-
rænu efni frá dýrum, sem einu
sinni voru lifandi. En þar með
er ekki sagt, að við getum sjálf-
ir skapað líf úr ólífrænum efn-
um. Á hinn bóginn getur verið
að lífverur geti ekki orðið til
við sjálfkviknun, en að okkur
takist aftur á móti með ein-
hverjum afburðasnjöllum til-
raunum að skapa líf úr ólífrænu
efni eða efnum.
Sem stendur er hvergi í neinni
tilraunastofu unnið að tilraun-
um til að skapa líf, gagnstætt
því sem ætla mætti að skrifum
blaða. Amínósýrur er hægt að
búa til með efnatengingu, og
amínósýrur eru efniviður pró-
teina: Það er hægt að tengja
amínósýrur saman í flóknari
efnasambönd, sern nefnast poly-
peptidar. En sem stendur að
minnsta kosti er framleiðsla
próteina útilokuð, hvað þá
kjarnapróteina. Auk þess eru
prótein eða kjarnaprótein ekki
alltaf lifandi, þ. e. taka til sín
næringu, vaxa á kostnað um-
hverfisins eða geta af sér af-
kvæmi í sinni mynd. Svo að
vitnað sé í margnotaða samlík-
ingu: við getum byggt nokkra
af þeim múrsteinum, sem þarf
til að reisa próteinhöllina, en
við sjáum ekki einu sinni fram
á þann tíma þegar við getum
lokið að fullu byggingu slíkrar
hallar.
Og þó að mönnum tækist —
eftir margar aldir — að skapa
líf, mundi slíkt ,,gervilíf“ að öll-
um líkindum verða vesæl eftir-
líking eða skrumskæling af
,,náttúrlegu“ lífi, af því lífi sem
er ríki jurta og dýra. En nú
skulum við snúa okkur að við-
fangsefnum, sem ekki eru jafn-
þokukennd og þetta.
Líf á öðrum hnöttum?
P. B.: Er nokkuð sem rétt-
lætir þá skoðun, að jörðin sé
eini byggði hnöttur heimsins?
Er skynsamlegt að ætla, að líf
sé — eða hafi verið — á öðr-
um plánetum?"
J. R.: Þetta er spurning, sem
hægt er að ræða, þótt ekki verði
henni svarað afdráttarlaust.
Stjörnufræðingar segja okkur,
að auk jarðarinnar sé aðeins
ein pláneta þar sem þrifizt geti
lífverur, þ. e. lífverur svipaðar
þeim, sem lifa hér á jörðinni,
lífverur sem gerðar eru úr frum-
um. Sú pláneta er Mars.
Sumir athugendur telja sig
hafa séð litbreytingar á yfir-
borði Mars, er bent gætu til að
þar væri einskonar gróður, sem