Úrval - 01.10.1955, Síða 19

Úrval - 01.10.1955, Síða 19
HUGLEIÐINGAR UM UPPELDI 17 biðat aldrei fyrir sjálfur. Sumar mæður láta hér stjórnast af til- finningasemi, þeim finnst ósköp „sætt“ að sjá lítið, þvegið barn í hvítri náttskyrtu spenna greip- ar og þylja bæn til guðs. Ég held ekki að mikil blessun fylgi slíku bænahaldi. Það getur að vísu verið gaman að geta í kunn- ingjahóp sagt sögur af einfeldn- islegum bænum og hugleiðing- um barns um guð, sem er svo sterkur, að hann getur barið sterkasta mann í heimi, en eigi að innleiða bænahald á heimil- inu, þá verða foareldrarnir sjálf- ir að biðja meö og fyrir börn- um sínum. Það á ekki að nota guð sem einskonar gæzkulyf handa börnunum, lyf sem for- eldrarnir sjálfir hliðra sér hjá að nota. Á hinn bóginn vildi ég segja við foreldra, sem telja sig trúlausa: sviftið ekki börnin ykkar þeim dýrmætu möguleik- um, sem felast í trúnni með því að boða þeim trúleysi og segja þeim, að guð sé ekki til, hann sé bara tilbúningur, sem prest- arnir hafi fundið upp til að pré- dika um af því að þeim sé borg- að fyrir það. Segið heldur hrein- skilnislega, að þið vitið ekki hvort guð sé til, að þiö hafið ekki fundið veginn til hans. ,,De máste váxa efter egna lagar, de veta intet om ditt hjártas pina“. Minnist þessara orða skáldsins, þegar trúin er annars vegar. Hafi maður eignast barn, ber manni skylda til að gefa sér tíma til að sinna því. Á þetta hygg ég að mikið skorti nú á tímum. Við erum svo önnum kafin, í félagslífinu og öðru sem okkur finnst svo óskaplega mik- ilvægt, að við sinnum börnum okkar ekki sem skyldi. Ég vil ráðleggja foreldrum að segja sig úr félögum, hversu mikil þjóð- þrifafyrirtæki sem þau eru, ef þau taka svo mikið af tíma þeirra, að þau geta ekki sinnt börnum sínum. Það eru börnin, sem eiga að byggja upp samfélagið, sem koma skal, og ef þau eru van- rækt, þá er ekki góðs að vænta. Okkur er svo gjarnt á að reka frá okkur börnin, þegar þau koma til okkar með spurningu eða bæn, sem þeim er brýn nauð- syn að fá leyst úr. Ég er ekki hræddur um að ég eyðileggi börnin mín með dekri, ég ótt- ast miklu frekar, að ég kunni að fæla þau frá mér. Ég held nefnilega að mörg hin svoköll- uðu dekurbörn séu ekki spillt af dekri, heldur af því að for- eldrarnir hafa raunverulega fælt þau frá sér. Önnum kafnir for- eldrar kaupa sér frið fyrir börn- um sínum með því að gefa þeim dýr leikföng og sælgæti. Önnum kafnir við hvað? Við að bæta lífskjör sín svo að þau geti keypt fleiri dýr leikföng og meira sælgæti. Það er þetta, sem kallað er vítahringur. Augljóst er, að í vinnutímanum geta for- eldrarnir ekki sinnt börnum sín- um, en af tómstundunum eiga börnin vissulega að fá sinn skerf ómældan, jafnvel þó að auka- 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.