Úrval - 01.10.1955, Side 22
20
ÚRVAL
það í hóp félaganna. Jafnvel
afmælisveizla, hversu vel sem
hún er undirbúin, er aðeins
stundarhjáip, og stundum ekki
einu sinni það. Maður getur lítið
annað gert en uppörvað og hvatt
barnið á þeim sviðum, sem á-
hugi þess er, útvega því tæki
til að það geti sinnt hugðar-
efnum sínum, reynt að gera
því Jieimilislífið að minnsta
kosti ánægjulegt og innihalds-
ríkt, bent því á þann ávinning,
sem því er í sérgáfu sinni (þó
að því miður sé ekki alltaf mikil
stoð í því -— hve margir drengir
hafa ekki óskað þess, að þeir
væru heimskir, ef þeir í stað-
inn gætu klifrað upp kaðalinn
eða stokkið heljarstökk, og hve
margar stúlkur hafa ekki óskað
sér hins sama, ef þær í staðinn-
hlytu hylli jafnaldra sinna og
stallsystra ?)
En er það ekki mikill ljóður
á samfélagi voru, á allri menn-
ingu vorri, að því skuli þurfa
að fylgja þjáning að vera frá-
brugðinn fjöldanum? Ætti það
ekki miklu fremur að teljast
blessun og guðsgjöf, að til skuli
vera alls konar fólk, ólíkt hvað
öðru í eðli og háttum? Sjálfs-
vild og frumleiki — eru það
eiginleikar, sem nauðsynlegt er
að elta um skólaportið með að-
hlátri og snjókasti? Já, kannski
um skólaportið, því að börnin
vita ekki hvað þau gera. En
við sem erum fullorðin, foreldr-
ar og kennarar, ættum við ekki
að taka tveim höndum og blessa
það sem er frumlegt og upp-
runalegt, jafnvel þó að það sé
hrjúft og ,,skrítið“? Höfum við
kennararnir ekki tilhneigingu
til að stíga á það, aðeins af því
að það er okkur til óþæginda í
bekknum, þar sem allt þarf
helzt að ganga eins og velsmurð
vél? Ósvífið tilsvar frá ærlegu
hjarta — getur það ekki stund-
um verið ákjósanlegra en þægð
og undirgefni ? Eða ritgerð, sem
sindrar af frumlegum hugsun-
um og ferskum viðhorfum — er
hún ekki betri en hin villulausa
dúsínvara, jafnvel þótt hún sé
morandi af málvillum?
Og hér er ég þá aftur kom-
inn að upphafi hugleiðinga
minna: takmarki uppeldisins,
sem á að vera að þroska
mannleg sérkenni barnanna. f
því sambandi vil ég minna á það
sem presturinn og æskulýðsleið-
toginn Curt Morell sagði í út-
varpserindi fyrir nokkrum ár-
um: „Þeg.ar við sjáum hve
börnin eru lifandi og lítum svo
á okkur fullorðna fólkið við hlið
þeirra, steinrunnið, hlekkjað, og
svo keimlíkt hvað öðru, að það
vekur ógeð — þá verðum við
gripin skelfingu: Er óumflýjan-
legt, að þessi lifandi efniviður
mannlegs lífs verði svona lág-
kúrulegur, svona tilbrigðalaus,
svona rúinn upprunaleik sínum,
svona gersamlega vélrænn í til-
finninga-, vilja- og hugsanalífi?
Hvernig gerist þessi gagngera
breyting úr sindrandi, uppruna-
legu lífi í tilgerð af ýmsu tagi?