Úrval - 01.10.1955, Page 22

Úrval - 01.10.1955, Page 22
20 ÚRVAL það í hóp félaganna. Jafnvel afmælisveizla, hversu vel sem hún er undirbúin, er aðeins stundarhjáip, og stundum ekki einu sinni það. Maður getur lítið annað gert en uppörvað og hvatt barnið á þeim sviðum, sem á- hugi þess er, útvega því tæki til að það geti sinnt hugðar- efnum sínum, reynt að gera því Jieimilislífið að minnsta kosti ánægjulegt og innihalds- ríkt, bent því á þann ávinning, sem því er í sérgáfu sinni (þó að því miður sé ekki alltaf mikil stoð í því -— hve margir drengir hafa ekki óskað þess, að þeir væru heimskir, ef þeir í stað- inn gætu klifrað upp kaðalinn eða stokkið heljarstökk, og hve margar stúlkur hafa ekki óskað sér hins sama, ef þær í staðinn- hlytu hylli jafnaldra sinna og stallsystra ?) En er það ekki mikill ljóður á samfélagi voru, á allri menn- ingu vorri, að því skuli þurfa að fylgja þjáning að vera frá- brugðinn fjöldanum? Ætti það ekki miklu fremur að teljast blessun og guðsgjöf, að til skuli vera alls konar fólk, ólíkt hvað öðru í eðli og háttum? Sjálfs- vild og frumleiki — eru það eiginleikar, sem nauðsynlegt er að elta um skólaportið með að- hlátri og snjókasti? Já, kannski um skólaportið, því að börnin vita ekki hvað þau gera. En við sem erum fullorðin, foreldr- ar og kennarar, ættum við ekki að taka tveim höndum og blessa það sem er frumlegt og upp- runalegt, jafnvel þó að það sé hrjúft og ,,skrítið“? Höfum við kennararnir ekki tilhneigingu til að stíga á það, aðeins af því að það er okkur til óþæginda í bekknum, þar sem allt þarf helzt að ganga eins og velsmurð vél? Ósvífið tilsvar frá ærlegu hjarta — getur það ekki stund- um verið ákjósanlegra en þægð og undirgefni ? Eða ritgerð, sem sindrar af frumlegum hugsun- um og ferskum viðhorfum — er hún ekki betri en hin villulausa dúsínvara, jafnvel þótt hún sé morandi af málvillum? Og hér er ég þá aftur kom- inn að upphafi hugleiðinga minna: takmarki uppeldisins, sem á að vera að þroska mannleg sérkenni barnanna. f því sambandi vil ég minna á það sem presturinn og æskulýðsleið- toginn Curt Morell sagði í út- varpserindi fyrir nokkrum ár- um: „Þeg.ar við sjáum hve börnin eru lifandi og lítum svo á okkur fullorðna fólkið við hlið þeirra, steinrunnið, hlekkjað, og svo keimlíkt hvað öðru, að það vekur ógeð — þá verðum við gripin skelfingu: Er óumflýjan- legt, að þessi lifandi efniviður mannlegs lífs verði svona lág- kúrulegur, svona tilbrigðalaus, svona rúinn upprunaleik sínum, svona gersamlega vélrænn í til- finninga-, vilja- og hugsanalífi? Hvernig gerist þessi gagngera breyting úr sindrandi, uppruna- legu lífi í tilgerð af ýmsu tagi?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.