Úrval - 01.10.1955, Side 29

Úrval - 01.10.1955, Side 29
TRÚIR ÞÚ Á DRAUMA ? 27 riti. Afkomendur hennar nefnd- ust inkúbus, ef þeir voru karl- kynsandar, sem lögðust á konur í svefni, en súkkúbus, ef þeir voru kvenkynsandar, sem leit- uðu lags við karlmenn. Andar þessir voru mjög skæðir á mið- öldum og endurreisnartímabil- inu. Galdranornir höfðu mikið dálæti á þeim; æruverðugum jómfrúm og yngissveinum stóð hinsvegar mikill stuggur af þeim, ogþurfti aðreka þá á brott með vígðu vatni og særingum. Þannig hafa draumarnir spunnist gegnum aldirnar og yfir löndin, alltaf tengdir fyrir- boðum, dauða og fordæðuskap, unz að því kom, að vísindin fóru að rannsaka þá. Freud var meðal fyrstu vísindamannanna, sem tóku að rannsaka drauma, og á eftir honum komu her- skarar sálfræðinga, sem allir byggðu á uppgötvunum hans, en túlkuðu þær á ýmsa vegu. Freud gerði ráð fyrir, að sér- hver maður væri fæddur með ýmsar frumstæðar hvatir, sem siðmenntað samfélag vildi ekki viðurkenna; í uppeldinu væri þessum hvötum því haldið niðri, en þær settust að í dulvitund- inni og yrðu þar upphaf að hin- um svokölluðu geðflækjum. Freud taldi, að í vöku vissi maðurinn ekkert um þessar geðflækjur, en í draumum stigju þeir upp á yfirborðið og gæfu sig til kynna. Draumarnir væru þannig einskonar neyðaróp frá hinni sjúku undirvitund. En hinar bældu hvatir voru oft harla torkennilegar. Oft kom fyrir, að margar persónur eða hlutir runnu saman í eitt. Freud kallaði það fyrirbrigði samþjöppun. Stundum gat ein hugmynd komið í stað annarr- ar — m. a. af því að það sem var í dulvitundinni, var of hættulegt fyrir vökuvitundina og gat því aðeins komið fram dulbúið — eða þá að hinar hættulegu hvatir birtust í tákn- rænum myndum í draumnum. Nútímasálfræðingar, eins og t. d. Ameríkumaðurinn Erich Fromm, leggja mest upp úr táknmáli draumanna og hafa auk þess einfaldari skilning á öllu vitundarlífinu en Freud hafði. Flesta drauma er ekki erfiðara að skýra en svo, að margir gætu það sjálfir, ef þeir aðeins æfðu sig í að hugsa í táknum. Dæmi, sem sænski sálfræðingurinn Gösta Nord- qvist hefur sagt frá í grein, sýnir hve nærtæk skýring draums getur verið. Bónda, sem æðioft hafði verið konu sinni ótrúr, dreymdi að stærsti brúk- unarhesturinn hans væri að sparka í sundur hesthúshurð- inni, og hann var dauðhrædd- ur, því að hann vissi, að hest- urinn mundi gera hænsnaung- unum í húsagarðinum mein, ef hann slyppi út. Nordqvist fann skýringuna á draurnnum í eink- ar algengum talshætti: ,,Lok- aðu hesthúsinu," segja karl- menn og strákar stundum við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.