Úrval - 01.10.1955, Side 31

Úrval - 01.10.1955, Side 31
TRTÍIR ÞtT Á DRAUMA ? 29 órofa heild: það er hvorki til fortíð, nútíð né framtíð. Þann- ig er tíminn í alheiminum, sagði Dunne; í hinum mikla tíma al- heimsins er tími okkar aðeins augabragð, þar sem allt, er gerzt hefur, gerist og mun gerast, er til í einu. Ástæðan til þess að við skynjum tímann sem straum er sú, að vökuvitund okkar kem- ur reglu og skipun á ringulreið- ina kringum okkur. Þegar við sofum, er vökuvitundin ekki lengur við stjórn og þá getum við hreyft okkur fram og aftur í tímanum. Allajafna verður úr þessu óskiljanlegur hrærigraut- ur, en stundum kemur fyrir að við upplifum samhangandi at- burð, jafnvel framtíðaratburð. Segja má að við upplifum hann áður en við komum að honum — en einnig má segja, að ef við höfum upplifað hann í draumi, þá sé hann raunverulegur at- burður, og það sem gerist þegar við komum þangað í tímanum, sem atburðurinn er, sé ekki ann- að en draumur um það sem þegar hefur gerzt. Með öðrum orðum: það er enginn munur á draum og veruleika, að öðru leyti en því, að í veruleikanum höfum við vökuvitundina til að koma skipun á atburðina. Tíminn er eins og melódía, sem vökuvitund okkar leikur, segir Dunne. 1 draumi koma tónarnir í einum hrærigraut, atburðirnir sáldrast niður kringum okkur, og af og til myndast af tilviljun lagstúfur, sem við þekkjum seinna þegar við mætum honum í vöku. Og þegar við deyjum, er sennilegt að við höldum áfram að flangra um í lífsmelódíu okkar, ef til vill stefnulaust eða án tilgangs — við erum allt í einu stödd í húsi án þess að vita hvernig við komumst þangað, eina stundina erum við tveggja ára barn, sem tifar óstyrkum fótum milli stóla á bernskuheimilinu, og þá næstu situm við sem öld- ungar í hægindastól. Þessar kenningar Dunnes hljóma næsta furðulega í eyrum okkar — og verða hér ekki seld- ar dýrara en þær voru keyptar. Staðreynd er þó, að tíminn hlít- ir allt öðrum lögum í draumi en vöku — ein sekúnda í draumi getur verið heil eilífð. VIÐGERÐ. Lögregluþjónn var á eftirlitsferð um þjóðveg þar sem bílum var bannað að nema staðar nema til viðgerðar ef bilun yrði. Vegaskilti voru með stuttu millibili og stóð á þeim „Bílastöður bannaðar nema vegna viðgerða". Lögregluþjónn ók fram á bíl, sem stóð á veginum. Stúlka sat við stýrið og sagði aðspurð, að ekkert væri að bílnum. Lögregluþjónninn benti henni þá á vegarskilti. „Já en þetta er viðgerð líka,“ sagði hún kankvís um leið og hún stakk varalitnum og púðurdósinni í töskuna sína og ók af stað. — Reader’s Digest.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.