Úrval - 01.10.1955, Síða 31
TRTÍIR ÞtT Á DRAUMA ?
29
órofa heild: það er hvorki til
fortíð, nútíð né framtíð. Þann-
ig er tíminn í alheiminum, sagði
Dunne; í hinum mikla tíma al-
heimsins er tími okkar aðeins
augabragð, þar sem allt, er gerzt
hefur, gerist og mun gerast, er
til í einu. Ástæðan til þess að
við skynjum tímann sem straum
er sú, að vökuvitund okkar kem-
ur reglu og skipun á ringulreið-
ina kringum okkur. Þegar við
sofum, er vökuvitundin ekki
lengur við stjórn og þá getum
við hreyft okkur fram og aftur
í tímanum. Allajafna verður úr
þessu óskiljanlegur hrærigraut-
ur, en stundum kemur fyrir að
við upplifum samhangandi at-
burð, jafnvel framtíðaratburð.
Segja má að við upplifum hann
áður en við komum að honum
— en einnig má segja, að ef við
höfum upplifað hann í draumi,
þá sé hann raunverulegur at-
burður, og það sem gerist þegar
við komum þangað í tímanum,
sem atburðurinn er, sé ekki ann-
að en draumur um það sem
þegar hefur gerzt. Með öðrum
orðum: það er enginn munur á
draum og veruleika, að öðru
leyti en því, að í veruleikanum
höfum við vökuvitundina til að
koma skipun á atburðina.
Tíminn er eins og melódía,
sem vökuvitund okkar leikur,
segir Dunne. 1 draumi koma
tónarnir í einum hrærigraut,
atburðirnir sáldrast niður
kringum okkur, og af og til
myndast af tilviljun lagstúfur,
sem við þekkjum seinna þegar
við mætum honum í vöku. Og
þegar við deyjum, er sennilegt
að við höldum áfram að flangra
um í lífsmelódíu okkar, ef til
vill stefnulaust eða án tilgangs
— við erum allt í einu stödd í
húsi án þess að vita hvernig
við komumst þangað, eina
stundina erum við tveggja ára
barn, sem tifar óstyrkum fótum
milli stóla á bernskuheimilinu,
og þá næstu situm við sem öld-
ungar í hægindastól.
Þessar kenningar Dunnes
hljóma næsta furðulega í eyrum
okkar — og verða hér ekki seld-
ar dýrara en þær voru keyptar.
Staðreynd er þó, að tíminn hlít-
ir allt öðrum lögum í draumi en
vöku — ein sekúnda í draumi
getur verið heil eilífð.
VIÐGERÐ.
Lögregluþjónn var á eftirlitsferð um þjóðveg þar sem bílum
var bannað að nema staðar nema til viðgerðar ef bilun yrði.
Vegaskilti voru með stuttu millibili og stóð á þeim „Bílastöður
bannaðar nema vegna viðgerða". Lögregluþjónn ók fram á bíl,
sem stóð á veginum. Stúlka sat við stýrið og sagði aðspurð,
að ekkert væri að bílnum. Lögregluþjónninn benti henni þá á
vegarskilti.
„Já en þetta er viðgerð líka,“ sagði hún kankvís um leið og
hún stakk varalitnum og púðurdósinni í töskuna sína og ók af
stað. — Reader’s Digest.