Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 38
36
TJRVAL
unni. En reynslan hefur gert
menn leikna í því að varast
hætturnar.
Tryggingarfélagið, sem tók
að sér að tryggja alla starfs-
menn við Socony Mobil bygg-
inguna, áætlaði að 1500 slys
myndu verða fyrsta árið. En
vegna öflugra slysavarna urðu
þau aðeins 449, þar af aðeins
119 svo alvarleg, að þau kæmu
til kasta bótanefndar ríkisins.
Einn maður hefur látið lífið.
Hann varð fyrir vörubíl, sem
ók aftur á bak, þegar verið var
að taka grunninn.
Skýjakljúfur er reistur í
áföngum og er hver áfangi
,,hólf“, sem markast af fjórum
lóðréttum burðarstoðum með
um 20 feta millbili, og lárétt-
um bitum, sem tengja stoðirn-
ar saman að ofan. Stálbitarnir
eru halaðir upp í knippum, hver
biti merktur til að sýna hvar
í byggingunni hann á að vera.
Þegar stoð hefur verið skrúf-
uð við næstu stoð fyrir neðan,
klifrar maður upp eftir henni,
eins og Suðurhafseyjamaður
klifrar upp kókospálma. Þegar
upp er komið heldur hann sér
með fótunum og bíður meðan
kraninn lyftir þverbita upp til
hans svo að hann geti komið
honum fyrir í gróp á efri enda
stoðarinnar.
Á eftir „klifrurunum" koma
,,afréttarar“. Láréttir bitar
hafa til bráðabirgða verið fest-
ar inn í hólfið, „afréttararnir"
hlaupa upp stiga, fikra sig eft-
ir efstu þverbitunum, festa
stög og miða bæði þverbitana
og stoðirnar. Þeir herða á stög-
unum með sigurskrúfum, sem í
þeim eru og rétta þannig af
„hólfið“ í viðmiðun við næsta
hólf fyrir neðan. Hálfs þuml-
ungs skekkja frá beinni línu á
24 feta stoð er að vísu ekki
mikið, en á tugum stoða getur
slík skeggja orðið afdrifarík.
Á eftir afrétturunum koma
járnsmiðir til að hnoða alla
nagla, og síðan aðrir iðnaðar-
menn, trésmiðir, múrarar, raf-
virkjar, marmara- og terrasso-
menn, tinsmiðir, pípulagninga-
menn, málarar o. fl. I öllum
greinum byggingariðnaðarins
eru sífellt að koma fram nýj-
ungar. T. d. eru naglar nú
negldir í stálbita með byssu:
naglinn er settur í skothylki
og honum síðan skotið í bitann
eins og kúlu.
Þegar skýjakljúfar voru
byggðir fyrir 20 árum fóru 20
aurar af hverri krónu í véla-
og raftækjaútbúnað til rekst-
urs byggingarinnar. Nú fara til
þess 48 aurar. Ekki vegna þess
að slíkur útbúnaður sé nú dýr-
ari, heldur af því að miklu
meira er nú notað af honum en
áður.
Við skulum koma niður í
kjallara Socony Mobil skýja-
kljúfsins. Þar sjáum við á 8000
fermetra gólffleti mælitæki,
skiptiborð, dælukerfi, blásara,
lofthreinsunar- og -temprrmar-
kerfi, og ýmiskonar annan