Úrval - 01.10.1955, Page 42

Úrval - 01.10.1955, Page 42
40 ÚRVAL mjög erfið og þreytandi æf- ing — og hún var með barni. Eftir fáeinar mínútur varð að bera hana í rúmið aftur. En eftir nokkrar vikur tók að fær- ast örlítill máttur í lærvöðv- ana. Þessum æfingum var haldið áfram dag eftir dag, mánuðum saman. Svo varð hlé — við fæð- ingu barnsins. Það voru erfið- ir dagar, fullir kvíða og eftir- væntingar, en allt fór vel eins og læknirinn hafði spáð. Stúlku- barnið sem Lis ól var rétt skapað og heilbrigt. Og eftir nokkurn tíma hóf hún æfing- ar sínar að nýju. Næsti áfanginn var að læra að skríða. Hún var lögð á grúfu á gólfið og þvert undir kvið hennar og brjóst var lagt hand- klæði. Eiginmaður hennar og móðir tóku í sinn hvorn enda og lyftu henni varlega upp á hnén og hendurnar, en hún reyndi að skríða. Henni tókst að skríða nokkra þumlunga, en áreynslan var svo mikil, að hún var alveg örmagna þegar hún var lögð í rúmið aftur. Æfing- in var endurtekin dag eftir dag og þegar hún fann framför, setti hún sér það markmið að bæta við sig einum metra á hverjum degi. Brátt kom að því að henni fannst kominn tími til að reyna að ganga •— en margar tilraun- ir varð hún að gera áður en henni tókst að stíga fyrsta skrefið. Þó kom að því að henni tókst að ganga nokkur skref við hækjur, án þess að hún væri studd. Og átta mánuðum eftir að hún veiktist var hún svo langt komin, að hún gat staulast um við tvo hækju- stafi. Vinir hennar samfögnuðu henni. Þetta var meira en þeir höfðu þorað að vona. Bersýni- legt var að þeir töldu að nú væri baráttunni lokið, að hún væri nú búin að fá þann bata sem hún gæti með nokkru móti vænzt. En Lis Hartel var á annarri skoðun. I styrjöld greinum við á milli tveggja hershöfðingja: annar staldrar við til að treysta stöðu sína að unnum sigri, ánægður í bili yfir því sem unn- izt hefur, hinn ann sér ekki andartaks hvíldar, heldur sæk- ir fram og er ekki ánægður fyrr en óvinirnir eru gjörsigr- aðir. Þannig var Lis Hartel gerð. Hún gerði nú heyrinkunna þá fyrirætlun, sem hún hafði lengi haft í huga. Fjölskylda hennar hlustaði vantrúuð á, en létu þó að vilja hennar. Dag nokkurn var henni ekið í hjóla- stól sínum út í hesthús. Það var lagt á hest hennar, Gigolo, og henni lyft á bak. Hún vissi hvað gerast mundi. Þegar hest- urinn færi að ganga mundi eðlis- lægur ótti við að detta af baki örva til lífs löngu dauð við- brögð í lærvöðvum hennar. Fæturnir gripu um síður hests-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.