Úrval - 01.10.1955, Side 48
46
ÚRVAL
unartækjum). Öll þessi mál eru
glöggt dæmi um það, hve auð-
velt er að rjúfa friðhelgi ein-
staklinga og heimila.
Fyrir skömmu var ég kvadd-
ur til Alabama, þar sem eigin-
kona vefnaðarvörukaupmanns
vildi fá sannanir fyrir ótrú-
mennsku manns síns. Ég kom
fyrir hlerunartæki á línu hennar
(í 32 fylkjum Bandaríkjanna er
leyfilegt að menn komi fyrir
hlerunartækjum á sínum eigin
síma). Ég lézt vera símavið-
gerðarmaður, klifraði upp í
símastaurinn næst húsinu, sem
þau hjónin bjuggu í og fann
þar þræðina tvo, sem sími þeirra
var tengdur við. Þræðirnir lágu
inn í jarðstreng. Ég fylgdi iarð-
strengnum þrjár mílur, þangað
sem hann tengdist nokkrum öðr.
um jarðstrengjum. Þar fann ég
þræði kaupmannsins aftur,
tengdi þá við aðra tvo þræði, og
í herbergi, sem ég hafði tekið
á leigu þar skammt frá, hljóð-
ritaði ég öll samtöl, sem fram
fóru um línuna.
Strax fyrsta kvöldið talaði
kaupmaðurinn við unga konu og
mælti sér mót við hana tiltekið
kvöld í skrifstofu sinni. Konan
hans sagði mér, að hann væri
oft á skrifstofunni til klukkan
tíu og ellefu á kvöldin. Ég at-
hugaði skrifstofuna: Hún var
búin sjálfvirku bjöllukerfi til
varnar gegn þjófnaði, og fyrir
henni voru þrjár þungar eikar-
hurðir með rammgerum læsing-
um. Það hefði verið miklum örð-
ugleikum bundið fyrir mig að
koma þar fyrir leynihljóðnema.
Þessvegna lét ég konuna kaupa
sambyggt útvarps- og sjón-
varpstæki handa manninum til
að hafa á skrifstofunni, og í
þessu tæki kom ég fyrir litlum
hljóðnema og senditæki. Sendi-
tækið, sem var lítið stærra en
eldspýtustokkur, sendi merki
sín um venjulegar rafmagnslín-
ur.
Frá þeirri stundu er kaup-
maðurinn setti tækið í samband
við rafleiðslu hússins, gat ég
heyrt hvert orð sem sagt var
í skrifstofu hans. Ég þurfti ekki
annað en setja viðtæki í sam-
band við venjulega rafleiðslu í
einhverju nálægu húsi. Á tveim
vikum hljóðritaði ég þrjú sam-
töl, sem fólu í sér sannanir um
ótrúmennsku. Konan fékk skiln-
að.
Árið 1949 fékk ég boð frá
járnvöruheildsala í smábæ í
Miðríkjunum, sem grunaði verzl-
unarfélaga sinn um sviksemi.
Ég hleraði skrifstofusíma félaga
hans og komst að því að hann
sendi vörur í einhverja leyni-
lega vöruskemmu, og seldi þær
þaðan sem sínar eigin vörur.
Ég vissi, að oft þegar svika-
hrappurinn þóttist vera að fara.
út í kaffi, fór hann í staðinn út
í bíl, sem beið hans og átti þar
tal við einhvern mann. Ég ók
því dag nokkurn í vörubíl að
verzlunarhúsi þeirra félaga og
stöðvaði bílinn hinum megingöt-
unnar. I bílnum var tæki á þrí-