Úrval - 01.10.1955, Side 52
Einhverntíma á árunum 1957 og 58 mun jörð-
in í nokkra daga eða vikur eignast nýtt
tungl, heimatilbúið tungl, sem fara mun
kringum jörðina á 90 mínútum.
Hið nýja gervitungl jarðar
Grein úr „Vi“,
Aþeim árþúsundum, sem mað-
urinn hefur verið til, hefur
það svæði af alheiminum, sem
hann hefur getað ferðast um,
verið mjög takmarkað. Á sáð-
ustu áratugum hefur mönnum
að vísu tekizt að kafa 4 km nið-
ur í djúp hafsins og lyfta sér
25 km upp í loftið í rakettu-
flugvél. En á mælikvarða al-
heimsins höfum við verið þræl-
ar, hlekkjaðir við yfirborð ör-
lítils rykkorns í himingeimnum.
Frá þessu sjónarmiði hlýtur
því dagurinn 29. júlí 1955 að
marka afdrifarík tímamót í
sögu mannkynsins. Þann dag
kunngjörði Eisenhower forseti,
að Bandaríkin myndu einhvern
tíma á árinu 1957 eða 1958
senda upp í geiminn mannlaus-
an fylgihnött jarðar, og skyldi
það verða eitt framlag landsins
til vísindarannsókna á hinu svo.
nefnda jarðeðlisfræðiári. Þessi
hnöttur á að fara í kringum
jörðina á 90 mínútum í 300—•
400 km hæð með sem næst
29000 km hraða á klst. Rússar
hafa einnig tilkynnt, að þeir
muni senda upp svipaðan hnött.
Þetta mun opna ný, stórkost-
leg rannsóknarsvið. Að vísu er
þetta ,,gervitungl“, aðeins stutt-
ur áfangi á langri leið, en eigi
að síður mikilvægur áfangi, sem
veita mun margvíslegan fróð-
leik, er að gagni kemur þegar
að því kemur að mennirnir bú-
ast til ferðar út í geiminn.
Gervitunglið mun verða á
stærð við baðknött, þyngd þess
um 50 kg. Gegnum miðju þess
verður möndull, sem skagar út
úr til beggja enda. Það eru
„loftnet". I þeim er komið fyrir
mælum til að mæla röntgen-
geisla, gammageisla, geimgeisla,
útfjólubláa geisla og rafeinda-
geisla. Boð frá þessum tækjum
berast inn í hnöttinn, til sendi-
tækis, sem útvarpar þeim til
jarðarinnar, þar sem sterk við-
tæki taka á móti þeim og skrá
þau.
Allir vísindamenn heims, einn-
ig rússneskir, munu fá vitneskju
um tíðni senditækisins, og munu
þannig geta tekið upp sending-
ar þess.
Til þess að losna við rúm-
frekar rafhlöður, verður notazt
við nýtt tæki, sem breytir orku
sólarinnar beint í raforku, til