Úrval - 01.10.1955, Side 55
Að þrykkja grammófónplötu er ekki
ósvjpað og að baka vöfflu.
Hvernig grammófónplata verður til.
Grein úr „The Yale Seientific Magazine",
eftir Elliott H. Kone.
FRÁ því framleiðsla hófst á
grammófónplötum og til
loka síðari heimsstyrjaldar, var
snúningshraði þeirra allra sá
sami: 78 snúningar á mínútu.
En í lok styrjaldarinnar komu
á markaðinn frá Columbíafélag-
inu í Bandaríkjunum plötur, sem
snerust aðeins 33% snúning á
mínútu og voru með mjög þétt-
um raufum (smátt skornar).
Þetta var mikil framför. Hljóð-
ritunin varð nákvæmari, trúrri
fyrirmyndinni, og hægt var að
spila viðstöðulaust í 40 til 60
mínútur. Að nokkru leyti var
þetta að þakka tilkomu segul-
bandsins. Hljóðritun á segul-
band er mjög nákvæm, og hægt
er að klippa það og skeyta sam-
an líkt og kvikmyndaræmu.
Skömmu síðar kom RCA-félag-
ið bandaríska með 45 snúninga
plötur.
En að framangreindum breyt-
ingum frátöldum, hefur aðferð-
in við að búa til frumplötuna
og f jöldaafsteypur af henni lít-
ið sem ekkert breytzt.
Framleiðsla grammófónplötu
hefst í upptökusalnum, þar sem
verkfræðingar hljóðrita flutning
tónverksins á segulband. Að
upptökunni lokinni, hafa verk-
fræðingarnir ef til vill í hönd-
um margar segulbandsspólur,
sem þeir síðan klippa og skeyta
saman líkt og kvikmynd, taka
þá kafla úr hverri spólu sem
beztir reynast og skeyta þá
saman.
Síðan hefst hljóðritunin á
móðurplötuna. Það er spegil-
slétt, gljáfægð plata. Safírnál,
sem hituð er með glóandi vír,
tekur við mögnuðu hljóðinu frá
segulbandinu og ristir byigjur
þess í þunna lakkhúð á plöt-
unni; byrjar hún að rista yzt
á plötunni og færist síðan smám
saman inn á hana, þannig að
raufin, sem hún gerir, myndar
spíral. Raufin á meðalstórri,
smáttskorinni plötu er um 800
metra á lengd. Nálin með öllu
tilheyrandi er flókin vél, sem
höfð er í ryklausum, lofttempr-
uðum klefa. Sá sem stjórnar
hljóðrituninni lætur nálina fyrst
gera rauf til reynslu, til að
ganga úr skugga um, að raufin
sé hæfilega djúp (um 0,008 sm)
og hæfilegt bil á milli þeirra
(það eiga að vera um 120 raufir