Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 57
HVERNIG GRAMMÓFÖNPLATA VERÐUR TIL
55
í verksmiðjunni, ekki neinum til
skemmtunar, heldur fyrir stúlk-
ur, sem sitja í hljóðeinangruð-
um klefum, ein í hverjum, og
hlusta liðlangan daginn eftir
hugsanlegum göllum í plötun-
um. Stundum hefur setzt hár
eða rykkorn á afsteypuna í
pressunni og valdið ójöfnu á
plötunni; auðvelt er að kippa
því í lag með því að hreinsa
afsteypuna. En stundum kemur
galli í afsteypuna, sem ekki er
hægt að bæta; þá er framleiðsl-
an í þeirri pressu stöðvuð á með-
an ný afsteypa er sett í hana.
Auk þessarar prófunar með
hlustun, er hver plata skoðuð;
það gera stúlkur með hvíta
hanzka á höndum. Þær grand-
skoða hverja plötu beggja meg-
in og strjúka af þeim áður en
þær smeygja þeim í umslögin.
Enda þótt hæggengu, smá-
skornu plöturnar hafi valdið
mikilli breytingu í framleiðslu
grammmófónplatna, eru þær
hvergi nærri einráðar á markað-
inum. Plötur með gamla hraðan-
um, 78 snúningum á mín., hafa
að vísu jafnt og þétt orðið að
þoka fyrir þeim á undanförnum
árum, en enn seljast þó fleiri
slíkar plötur en hæggengar. Af
78 snúninga plötum seldust
rösklega 122 millj. árið 1953,
fyrir samtals 89,7 millj. dollara;
hvorki 45 né 33 snúninga plötur
seldust fyrir svo mikið. Það
kann að vera undrunarefni sum-
um — einkum þeim, sem helzt
hafa áhuga á sígildri tónlist —
að meira seldist af 45 snúninga
plötum árið 1953 en 33 snún-
inga.*)
Nýlega hefur Columbiafélag-
ið byrjað útgáfu á f jölradda tón-
verkum þar sem einu hljóðfæri
(rödd) er sleppt, svo að hlust-
andinn geti leikið þá rödd sjálf-
ur sér til gamans og æfingar.
Sá hængur er þó á þessu, að
ef plötuspilarinn er ekki því
nákvæmari, er hætta á að hann
skili tónverkinu fjórðungs tón
hærra eða lægra en hljóðfæri
hlustandans, og getur það ver'ið
til óþæginda næmu eyra. Að
öðru leyti eru svona plötur til
æfinga í samleik mikils virði
fyrr tónlistarnemendur.
*) Allar þessar tölur eru miðað-
ar við Bandaríkin. — Þýð.
KURTEISI.
„Einhver kurteisasti maður, sem ég hef þekkt,“ segir iðju-
höldur í Kaliforníu, ,,var húsbóndinn, sem sagði mér upp fyrstu
atvinnunni sem ég hafð á ævinni. Hann gerði boð fyrir mig og
sagði: ,,Ekki veit ég, ungi. maður, hvernig við förum að því
að komast af án þín, en við ætlum að reyna það frá og með
næsta mánudegi.“