Úrval - 01.10.1955, Page 61
Auðurinn num aldrei geta bætt fimmbur-
umim upp þau tuttugu ár, er þeir
lifðu fyrst sem sýningargripir
og síðan í einangrun.
Grein úr ,,Allt“.
EGAR Emilie Dionne, einn
kanadíski fimmburinn, varð
bráðkvödd í ágúst í fyrra, lauk
einum kapítula í langri rauna-
sögu. Snemma á þessu ári hófst
nýr kapítuli — kapítuli sem
vonandi verður upphaf að nýrri
og hamingjuríkari ævi hinna
fjögurra fimmburasystra sem
eftir lifa. Hinn 28. maí u'rðu
þær myndugar, öðluðust fullt
sjálfræði og fengu yfirráð yfir
eigum sínum — þrem og hálfri
milljón króna hver.
En jafnvel þó að bjartar von-
ir séu tengdar við næsta kapí-
tula, munu margar hættur verða
á vegi hinna ungu kvenna. Sjald-
an hafa ungar stúlkur verið van-
búnari að hef ja líf sitt sem full-
þroska konur en Cecile, Anette,
Marie og Yvonne. Síðan þær
fæddust, vorið 1934, hafa þær
lifað bak við háa varnarmúra
og í kaþólskum klausturskólum.
Þær hafa bókstaflega ekkert
samband haft við umheiminn.
Aldrei hefur nein þeirra fengið
tækifæri til að reyna að bjarg-
ast á eigin spýtur og þær hafa
engin kynni haft af ungum pilt-
um.
Hin dramatíska fæðingarsaga
fimmburanna verður ekki rekin
hér.#) Ekki voru liðnir nema
átta tímar frá fæðingu þeirra
þegar Ivar nokkur Spear í Chi-
cago, leigjandi skemmtikrafta,
hringdi til föður fimmburanna,
Oliva Dionne, og sagði honum
að hann mundi án efa geta grætt
600.000 krónur ef hann kæmi
með börnin til Chicago og hefði
þau til sýnis á heimssýningunni,
sem þar stóð yfir um þær
mundir.
Oliva var féþurfi og leitaði
ráða hjá prestinum Routhier.
Prestur sá ekkert rangt í því
að taka boðinu og bauðst til
þess að taka að sér f jármál f jöl-
skyldunnar. Daginn eftir sögðu
þeir dr. Dafoe, lækni fimmbur-
anna, frá tilboðinu. Hann ráð-
lagði Oliva að sleppa engu tæki-
færi til að hafa sem fyrst eitt-
hvað upp úr fimmburunum, því
að þeir myndu sjálfsagt ekki
lifa lengi. Daginn eftir var samn-
ingurinn undirskrifaður. Sam-
kvæmt eindreginni kröfu Oliva
*) Sjá „Fæðingarsaga kanadísku
fimmburanna" í 5. hefti 9. árg.