Úrval - 01.10.1955, Page 64
62
ÚRVAL
andi, næstum fávitalegur bónda-
durgur.
Skömmu eftir að fimmburarn-
ir urðu sjö ára, þurfti Dafoe
læknir að ganga undir krabba-
meinsuppskurð. Þegar hann
kom aftur til að vitja fimmbur-
anna, eftir tveggja mánaða
sjúkrahúsvist, tóku þær honum
fálega. Foreldrarnir höfðu not-
að burtuveru hans til að sann-
færa börnin um, að Dafoe lækn-
ir ætti alla sök á þeim deilum,
sem staðið hefðu um þær. Eftir
þetta urðu vitjanir Dafoes æ
strjálari og 14. febrúar 1942
lagði hann niður starf sitt sem
læknir þeirra. Ári seinna dó
hann úr lungnabólgu, brotinn
maður og saddur lífdaga.
Eftir að Dafoe læknir hætti
afskiptum af fimmburunum,
hertu foreldrarnir á kröfu sinni
um að fá þá heim, og í byrjun
ársins 1942 fengu þau aftur um-
ráðarétt yfir þeim. Fjölskyldan
flutti þá öll á barnaheimilið
meðan verið var að reisa nýtt
hús fyrir fé, sem Oliva hafði
aflað með því að selja minja-
gripi og eiginhandaráritanir.
Árið 1944 flutti fjölskyldan í
nýja húsið, og samtímis var
Dionne-lögunum breytt þannig,
að Oliva fékk umráðarétt yfir
fjármunum fimmburanna, en
var þó skyldaður til að gera
barnaverndarnefnd ríkisins
grein fyrir ráðsmennsku sinni.
Eftir að fimmburarnir voru
fluttir heim til foreldra sinna,
varð smátt og smátt hljóðara
um þá og fólk hætti að koma
til að skoða þá. Stöku sinnum
mátti að vísu lesa um það í blöð-
um hvað þeim liði og hvernig
líf þeirra væri, en það var ekki
fyrr en í ágúst í fyrra, að at-
hygli heimsins drógst aftur að
þeim. Það var þegar Emilie dó.
Systurnar voru orðnar nítján
ára þegar þær skildu í fyrsta
skipti. Það var þegar Marie,
sem frá fæðingu hafði verið
pastursminnst og feimnust, á-
kvað að gerast nunna og gekk
í klaustur Systra hins heilaga
sakramentis, en það er ein
strangasta klausturregla ka-
þólsku kirkjunnar. Um sama
leyti fóru systur hennar tvær
og tvær í sinn hvorn klaustur-
skóla.
Vorið 1954 hittust systurnar
fjórar aftur á heimili sínu, þá
tvítugar. Allar söknuðu þær
sárt Marie. Með skömmu milli-
bili gerðist svo þrennt, sem
vakti athygli almennings á
fimmburunum.
Fyrst spurðist það, að Marie
mundi yfirgefa klausturlífið af
heilsufarsástæðum. Hinn 16. júlí
barst út sú undarlega frétt, að
Emilie hafði fundizt á götu í
Montreal, hjálparvana og ráð-
villt og hefði lögreglan tekið
hana í sína vörzlu. Hún hafði
verið utan við sig og ekki get-
að gert grein fyrir erindi sínu
í borginni. Hún var flutt til
Waterloo í Quebechéraði, þar
sem ein eldri systir hennar var
gift. Þrem vikum síðar barst