Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 71
ÞEGAR KRANSÆÐ 1 HJARTA STÍFLAST
69
en hann reif sig jafnharðan
upp aftur. Enginn kom.
New York lögreglan sendi
símskeyti til lögreglunnar í Con-
necticut og bað að ættingjum
hans yrði gert viðvart. Skeytið
hafði tafist og komið var langt
fram yfir miðnætti þegar lög-
reglubíll staðnæmdist fyrir
framan heimili hans. Konan
hans hafði farið snemma að
hátta, í þeirri trú að hann hefði
tafizt á skrifstofunni. Lögreglu-
þjónninn gat ekki sagt henni
annað en það sem stóð í skeyt-
inu — að hann væri „veikur
og lægi í Fordhamsjúkrahús-
inu“. Þau voru nýflutt í þetta
hverfi og hún þekkti engan í
nágrenninu sem hún gat leitað
til um þetta leyti nætur og beð-
ið að gæta drengjanna. Kominn
var miður morgun þegar hún
kom á spítalann.
Hann sá hana koma inn um
dyrnar og fylltist þakklæti yfir
því að hann skyldi hafa fengið
að lifa nógu lengi til að sjá hana
aftur. Brátt kom heimilislækn-
irinn og hjartarit var tekið. Á
því mundi sjást hve víðtæk
skemmdin var.
Mannshjartað innir af hendi
geysilegt starf. Á hverjum degi
dælir það yfir 10000 lítrum af
blóði gegnum þúsundir mílna af
æðum í líkamanum. Til þess að
næra vöðvavefi sjálfs sín þarf
það mikið blóð, sem rennur
gegnum tvær kransæðar og
greinar þeirra. I heilbrigðum
manni er innra borð kransæð-
anna hreint og slétt. En í þeim,
sem eiga á hættu að fá krans-
æðastíflu, hefur safnast þykk-
ildi innan á æðaveggina, er það
fitukennt efni sem nefnist kóle-
steról. Mikið af því er í sumum
tegundum matvæla, svo sem
eggjum og fitu, og auk þess
framleiðir líkaminn það sjálfur.
Einhvers staðar í kransæðum
sögumanns okkar hafði kóle-
steról valdið stíflu. Um langt
skeið, ef til vill árum saman,
hafði það aðeins lítillega hindr-
að eðlilegt blóðrennsli. En ný-
lega hafði blóð tekið að safn-
ast fyrir að baki þessarar hindr-
unar í hringiðu, og þegar hann
gekk inn á brautarpallinn hafði
hringiðan stækkað. Það blóð
sem ekki komst áfram hafði þá
tekið að síast í gegnum æð-
arvegginn. Til að stöðva lekann
hafði slagæðin dregist saman
eins og í krampa og við það
stöðvaðist allt rennsli um hana.
Þar með var nokkur hluti hjart.
ans sviftur næringu sinni og
olli það kvölunum. Hjartað fékk
enn næringu gegnum aðrar
greinar kransæðanna, og þess-
vegna var mestur hluti þess
óskemmdur, en sá hlutinn, sem
sviftur var næringu, dó raun-
verulega.
Þetta hjartatilfelli hans var
ekki á neinn hátt óvenjulegt. 1
Bandaríkjunum einum saman fá
hundruð þúsunda manna svip-
uð tilfelli á hverju ári. Þau
stafa öll af því að hindrun hef-
ur orðið á blóðrennsli um krans-