Úrval - 01.10.1955, Síða 76

Úrval - 01.10.1955, Síða 76
74 tJRVAL aðist ferjan utan í bryggjuna, svo var eins og sjórinn klofn- aði rétt við hlið ferjunnar, hún seig á hliðina og hvarf ofan í kolsvart djúpið. Oldenburg var sá eini sem bjargaðist úr henni. I ofboði hljóp hann upp á járnbrautarstöðina, en þegar hann kom þangað, lá hún í rúst- um. Rétt í því kom nakinn maður hlaupandi til hans og spurði hann hvort það væri satt, að jörðin hefði farizt, og að þeir væru nú í helvíti. Oldenburg játti því — hversvegna veit hann ekki -— maðurinn rak upp óp, hljóp niður á bryggju, fleygði sér í sjóinn og drukkn- aði þar. Oldenburg var að hugsa um að fara að dæmi mannsins, þeg- ar annar maður ávarpaði hann. Sá reyndist vera Austurríkis- maður. Þeir gengu saman kring- um stöðina. Hinum megin við hana sáu þeir ungan mann, sem lá á hnjánum og var að grafa í grjóthrúgu með berum hönd- unum. Þeir staðnæmdust og horfðu á manninn grafa, þang- að til í ljós kom mannshönd, síðan handleggur og loks öxl. Þá fóru þeir að hjálpa mannin- um og höfðu von bráðar grafið upp roskinn mann. Höfuðkúpan var brotin og brjóstkassinn líka. Ungi maðurinn fleygði sér yfir líkið og tók að kyssa það í á- kafa, síðan tók hann það var- lega upp, en lagði það svo frá sér aftur. Á næsta augabragði reis hann upp og hljóp á vegg- inn, sem var beint fram undan, af svo miklu afli, að hann höf- uðkúpubrotnaði og hneig dauð- ur niður. Læknir frá Florenz, Bruno Rosso að nafni, segir svo frá, að hann hafi ætlað að fara til Taormina með fyrstu morgun- lestinni og hafi því verið klædd- ur þegar jarðskjálftinn byrjaði. Móðir hans og systir sváfu í herbergi við hliðina. Hann ætl- aði að fara að klæða sig í frakk- ann þegar brestur mikill rauf skyndilega næturkyrrðina. I sömu svifum dundi yfir skýfall svo mikið að það var að heyra eins og ótal mörgum hvítgljá- andi járnstöngum væri stungið í vatn og á næsta augabragði tók gólfið að skjálfa undir fót- um hans og húsgögnin lyftust, eins og dregin af ósýnilegri hönd, upp undir loft. Hann vissi strax að þetta var jarðskjálfti og hann reif upp altanhurðina og ætlaði að hlaupa út, en stað- næmdist í dyrunum eins og negldur við gólfið. Rétt framan við hann rigndi niður flísum úr þakinu og stein- um úr reykháfunum og hinum megin götunnar sá hann húsin rugga fram og aftur unz þau hrundu saman. Á eftir steig upp þykkur rykmökkur, sem knúði hann til að hörfa aftur inn í herbergið. Öldugangurinn á herbergisgólfinu var svo mik- ill, að honum lá við sjóveiki, hann heyrði bresta í loftbitun- um yfir höfði sér og þóttist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.