Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 76
74
tJRVAL
aðist ferjan utan í bryggjuna,
svo var eins og sjórinn klofn-
aði rétt við hlið ferjunnar, hún
seig á hliðina og hvarf ofan í
kolsvart djúpið. Oldenburg var
sá eini sem bjargaðist úr henni.
I ofboði hljóp hann upp á
járnbrautarstöðina, en þegar
hann kom þangað, lá hún í rúst-
um. Rétt í því kom nakinn
maður hlaupandi til hans og
spurði hann hvort það væri satt,
að jörðin hefði farizt, og að þeir
væru nú í helvíti. Oldenburg
játti því — hversvegna veit
hann ekki -— maðurinn rak upp
óp, hljóp niður á bryggju,
fleygði sér í sjóinn og drukkn-
aði þar.
Oldenburg var að hugsa um
að fara að dæmi mannsins, þeg-
ar annar maður ávarpaði hann.
Sá reyndist vera Austurríkis-
maður. Þeir gengu saman kring-
um stöðina. Hinum megin við
hana sáu þeir ungan mann, sem
lá á hnjánum og var að grafa
í grjóthrúgu með berum hönd-
unum. Þeir staðnæmdust og
horfðu á manninn grafa, þang-
að til í ljós kom mannshönd,
síðan handleggur og loks öxl.
Þá fóru þeir að hjálpa mannin-
um og höfðu von bráðar grafið
upp roskinn mann. Höfuðkúpan
var brotin og brjóstkassinn líka.
Ungi maðurinn fleygði sér yfir
líkið og tók að kyssa það í á-
kafa, síðan tók hann það var-
lega upp, en lagði það svo frá
sér aftur. Á næsta augabragði
reis hann upp og hljóp á vegg-
inn, sem var beint fram undan,
af svo miklu afli, að hann höf-
uðkúpubrotnaði og hneig dauð-
ur niður.
Læknir frá Florenz, Bruno
Rosso að nafni, segir svo frá,
að hann hafi ætlað að fara til
Taormina með fyrstu morgun-
lestinni og hafi því verið klædd-
ur þegar jarðskjálftinn byrjaði.
Móðir hans og systir sváfu í
herbergi við hliðina. Hann ætl-
aði að fara að klæða sig í frakk-
ann þegar brestur mikill rauf
skyndilega næturkyrrðina. I
sömu svifum dundi yfir skýfall
svo mikið að það var að heyra
eins og ótal mörgum hvítgljá-
andi járnstöngum væri stungið
í vatn og á næsta augabragði
tók gólfið að skjálfa undir fót-
um hans og húsgögnin lyftust,
eins og dregin af ósýnilegri
hönd, upp undir loft. Hann vissi
strax að þetta var jarðskjálfti
og hann reif upp altanhurðina
og ætlaði að hlaupa út, en stað-
næmdist í dyrunum eins og
negldur við gólfið.
Rétt framan við hann rigndi
niður flísum úr þakinu og stein-
um úr reykháfunum og hinum
megin götunnar sá hann húsin
rugga fram og aftur unz þau
hrundu saman. Á eftir steig upp
þykkur rykmökkur, sem knúði
hann til að hörfa aftur inn í
herbergið. Öldugangurinn á
herbergisgólfinu var svo mik-
ill, að honum lá við sjóveiki,
hann heyrði bresta í loftbitun-
um yfir höfði sér og þóttist