Úrval - 01.10.1955, Side 77

Úrval - 01.10.1955, Side 77
ÞEGAR MESSlNABORG HRUNDI 75 vita að þeir myndu brotna þá og þegar. Þá minntist hann allt í einu móður sinnar og systur. Hann varð að brjóta hurðina inn til þeirra. Móðir hans hafði þegar rannsakað undankomu- leiðir, en allar útgöngudyr reyndust lokaðar. Þá minntist hún þess allt í einu, að hún hafði séð kaðal undir rúmi lækn- isins. Þessi kaðall varð þeim til björgunar. Læknirinn lét mæðgurnar síga niður fyrst og fór sjálfur á eftir. Þegar niður á götuna kom, mættu þeim óp og vein særðra manna. Þau á- kváðu að bjarga þeim, sem þau gætu, þarna í nágrenninu, og á næsta hálftíma tókst þeim að bjarga 36 manns, sem ýmist var grafið lifandi eða lokað inni. Margir voru særðir og aðr- ir örvita af hræðslu. Enginn hafði rænu á að þakka fyrir hjörgunina, allir tóku á rás, þeg- ar þeir fundu. að þeir voru laus- ir. Aðeins einn var kyrr, grát- andi öldungur sem ekki gat yfirgefið þá rúst, sem einu sinni hafði verið heimili hans. Kennarinn Ludovici Pulgi komst einnig lífs af þegar Mess- ína hrundi. Hann segir svo frá: Ég var kominn á fætur og var að leiðrétta stílabækur þegar jarðskjálftinn byrjaði. Þegar ég stóð upp til að forða mér, féll loftbiti á höfuð mér og ég missti meðvitund. Þegar ég kom til sjálfs mín, var ég klemmd- ur milli tveggja veggja og höf- uð mitt og andlit þakið storkn- uðu blóði. Þegar lýsa tók af degi, reyndi ég að losa mig og tókst það. Ég reikaði yfir rúst- irnar í átt til hafnarinnar. Á leiðinni mætti ég lifandi manni. Við staðnæmdumst og störðum hvor á annan eins og villidýr. Hvorugur sagði neitt. Hvorugur hreyfði sig. Skelfingin fór eins og kaldur straumur niður bak okkar. Við misskildum þá glóð, sem við sáum brenna í augum hvors annars. Ég rauf fyrst þögnina. „Hver ert þú?“ spurði ég. „Erum við tveir einir lifandi?" „Hvaða máii skiptir hver ég er? Ég er einn eftirlifandi af ellefu manna fjölskyldu. I gær var ég milljónamæringur. Nú á ég ekkert. En við erum ekki þeir einu, sem komust lífs af. Nokkur hundruð hafa farið um borð í bátana í höfninni og nokkur þúsund hafa búið um sig á Palazzastræti." „Hve margir hafa látið lífið?“ „Fimmtíu — hundrað þúsund eða fleiri. Borgin er öll í rúst- um og bæirnir hinum megin sundsins standa í björtu báli svo langt sem augað eygir. Sím- inn er bilaður, ómögulegt að fá samband við Catania eða Paler- mo. Við erum án sambands við umheiminn. Yfirvöld borgarinn. ar eru öll dauð. Af her og lög- reglu eru aðeins fáeinir á lífi. Það eiga eftir að dynja yfir verri hörmungar, ef ekki berst fljótlega hjálp . . .“ Ekki leið á löngu áður en lík-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.