Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 78

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 78
76 ÚRVAL rán hófust víðsvegar um borg- ina. Menn sem sátu f astir í rúst- unum voru neyddir til að segja hvar í rústunum fjármunir þeirra væru, og voru síðan skotnir eða reknir í gegn. Fang- arnir, sem sluppu lifandi úr borgarfangelsinu, voru eins og villidýr; þeir nauðguðu særðum eða deyjandi konum, skáru fing. ur eða eyru af særðu fólki og limlestu eða myrtu fólk, sem varð á vegi þeirra. Af því að fæstir borgarbúar lögðu fé sitt í banka, var mikið af fé í heima- húsum. Kirkjur og klaustur voru rænd og þar voru ekki aðeins atvinnuþjófar að verki. Er leið á daginn komu sikileysk- ir bændur ofan úr sveit með asna sína og körfur og rændu skartgripaverzlanir, veitinga- staði og íbúðarhús. Þeir, sem bezt gengu fram í björgunarstarfinu, voru sjóliðar á rússneska herskipinu „Ami- ral Makárov", sem lá í höfn nærri Messína jarðskjálfta- morguninn. Þegar skipherrann fékk tilkynningu um ástandið í Messína létti hann þegar akk- erum og kom þangað um há- degi 28. desember. Hófu Rússar þegar björgunarstarfið, en ítölsk herskip sem voru á þess- um slóðum fóru sér að engu óðslega og biðu eftir skipunum frá Róm. Björgunarstarfið var raunar á margan hátt hneykslanlegt. Svo var til dæmis um björgun fjársjóðs dómkirkjunnar, sem var 26 milljónir líra. Dómkirkj- an var í rústum, en þar sem altarið hafði staðið unnu sex menn baki brotnu við að ryðja burt grjóti og timburbraki til þess að bjarga f jársjóðnum, sem geymdur var undir gólffjölun- um. Sem laun fyrir erfiðið var þeim heitið eiginhandar bless- un hins heilaga föður, páfans. En meðan þessir sex menn grófu af ákefð eftir hinum mikla fjár- sjóði lágu særðir menn og deyj- andi hjálparvana í rústunum í kringum kirkjuna. Það varð um- fram allt að bjarga fjármunum kirkjunnar — „til heiðurs guðs- móður og öllum heilögum“. Konungur og drottning brugðu skjótt við og komu á slysstaðinn og það var Eman- uel konungi mikið að þakka, að skipulögð hjálparstarfsemi var fljótlega hafin. Borgarstjóri Messína, d’Arrigo, hafði flúið borgina, en kom aftur til að taka á móti konungshjónunum. Hann fékk heldur kaldar kveðj- ur hjá konungi, sem lét tilkynna honum að hann væri settur af og annar skipaður í stað hans. Að frumkvæði konungs var hraðað sendingu hermanna til að annast hjálparstarfsemi, og skipulagi var komið á aðflutn- inga matvæla, lyf ja og bygging- arefnis. Mazza hershöfðingi var skipaður yfirmaður hersins á jarðskjálftasvæðinu og strax á eftir var lýst yfir umsátursá- standi í Messína — til að binda enda á rán, ofbeldisverk og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.