Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 81
TRÚ OG SKYNSEMI
79
verið mjög á dagskrá síðan frú
Margaret Knight flutti útvarps-
erindi sín um siðgæði án trú-
ar, og sú mótmælaalda, sem
ummæli hennar vöktu, er glöggt
dæmi um það, hve mjög sið-
gæðishegðun er reist á trúar-
skoðunum, þrátt fyrir lélega
kirkjusókn. Við sendum börnin
í sunnudagaskóla, þar sem þeim
er kennt, að þau eigi að gera
það sem rétt er, af því að það
er vilji guðs. Vera kann, að fáir
fullorðnir breyti í þeirri trú, að
breytni þeirra hljóti umbun eða
refsingu guðs almáttugs, en ef
einhver lætur í ljós það álit,
að trúaruppeldi sé ónauðsyn-
legt, er svarið tíðum það að án
trúar væri enginn mælikvarði
á velsæmi og heiðarleik og eng-
in ástæða til að halda fast við
þær dyggðir.
Sum trúarbrögð nota trúna
meira sem mælisnúru fyrir sið-
gæði en önnur, og hin ýmsu trú-
arbrögð nota mismunandi að-
ferðir til að tengja saman kenni-
setningar og siðgæði. Kristin
trú notar sennilega mest trúna
á hið yfirskilvitlega til að
stjórna með hegðun áhanganda
sinna. Alger andstæða að þessu
leyti er sú trú, sem kennda er
við Kínverjann Konfutse; hún
ér tæpast meira en reglur um
göfugmannlega hegðun. Fróð-
legt er að veita því athygli, að
,,vísindalegum Marxisma" svip-
ar til trúarskoðana í notkun
sinni á því sem telst sönn lýsing
á því sem stundum er kallað
hinn „endanlegi veruleiki" í
þeim tilgangi að knýja menn til
að hlíta sérstökum hegðunar-
reglum. ,,Villa“ (hvort heldur
er ,,vinstri“ eða „hægri villa“)
á máli Marxista er sambærilegt
við ,,synd“ á máli kristinnar
trúar, þó að viðlögin séu all-
miklu sársaukafyllri.
Annað hlutverk trúarinnar er
að hjálpa einstaklingnum til að
laga sig eftir aðstæðum lífsins,
styrkja mótstöðuafl hans gegn
áföllum í lífinu. Er hann ein-
mana? Guði er annt um hann,
þótt allir aðrir láti sér á sama
standa um hann. Er hann
ístöðulaus ? Guð mun styrkja,
hann. Er hann sorgmæddur?
„Sælir eru syrgjendur, því að
beir munu huggaðir verða.“ Er
hann sjúkur? Sjúkdómurinn er-
prófsteinn á trú hans. Finnst.
honum lífið tilgangslaust ? Trú-
in gefur lífinu tilgang.
Á því er enginn vafi, að trú-
in veitir mörgum mönnum styrk
og gefur lífi þeirra tilgang á
þennan hátt. og þetta hlutverk
trúarinnar er sennilega áhrifa-
mest í þeim skilningi, að meiri
líkur eru til að maður haldi trú
sinni, ef meginhlutverk hennar
er að vera hjálp í nauðum, held-
ur en ef það er annaðhvort að
ráða siðgæði hans eða skýra
fyrir honum fyrirbæri lífsins.
Eins er það svo, að því ver sem
maðurinn er búinn undir að
mæta vandamálum lífs síns, þvi
meiri líkur eru til að hann að-
hyllist trú. Þannig er auðveld-