Úrval - 01.10.1955, Side 82
80
tjRVAL
ast að snúa til trúar þeim, sem
eru einmana, sjúkir eða nálg-
ast ævilok sín. Til þess að ná
góðum árangri, verður vakning-
arprédikari að láta tilheyrendur
sína finna til öryggisleysis, sekt-
ar og ótta við þau örlög, sem
bíða þeirra eftir dauðann.
Það hlutverk kristinnar trú-
ar að skýra fyrirbrigði lífsins,
hefur smátt og smátt farið
minnkandi eftir því sem ,,vís-
indin“ og ,,skynsemin“ hafa
fært mönnum í hendur fleiri og
gagnlegri skýringar. Þannig
hafa kenningar vísindanna um
þróun tegundanna og tilurð
jarðarinnar komið í staðinn fyr-
ir skýringar biblíunnar. Enn er
þó rúm fyrir trúarlegar skýr-
ingar og allir kristnir menn
munu halda því fram, að
í upphafi hafi guð skapað heim-
inn. En trúað fólk finnur nú
minna til þess en áður að trú
og skynsemi séu andstæður, þeg-
ar um er að ræða skýringar á
efnisheiminum, einkum vegna
þess að trúarbrögðin láta sér
nú orðið nægja að skýra
þau fyrirbrigði, sem eru ut-
an við svið vísindanna. Dæmi
frá öðru sviði eru framfarir í
sálsýkisfræði, sem dregið hafa
úr trúnni á drauga, og í sálar-
fræði, sem hafa leitt í Ijós, að
samvizkan er áunninn eiginleiki,
en ekki eiginleiki, sem guð hef-
ur lagt manninum í brjóst.
Þau hlutverk trúarinnar sem
hér hafa verið gerð að umtals-
efni, eru ekki nauðsynleg í þeim
skilningi, að hugsanlegt er, að
sumir menn hafi ekki þörf fyrir
þau, eða geti fullnægt þeirri
þörf á annan hátt. Þannig er
hugsanlegt, að maður, sem hef-
ur aðlagazt vel lífinu og finnur
til öryggis og sjálfstrausts, finni
ekki hjá sér neina trúarþörf, og
að maður, sem skortir öryggis-
kennd og sjálftraust, leiti halds
í félagsskap, sem ekki er trúar-
legs eðlis, eða leggist í óreglu.
Ekki er líklegt, að' maður, sem
hefur nægilega áhrifaríkan per-
sónuleika til þess að sveigja
aðra menn undir vilja sinn, grípi
til siðgæðisprédikana. Loks er
svo það, sem áður var á drepið,
að þegar fram koma gagnlegri
og frjórri vísindalegar skýring-
ar á fyrirbrigðum efnisheims-
ins, koma þær í stað trúarlegra
skýringa.
Hin ýmsu hlutverk trúarinnar
eru ekki öllum mönnum jafn-
mikilvæg, af því að þarfir
manna eru misjafnar. Af þeim
þrem hlutverkum, sem hér hef-
ur verið drepið á, er skýringar-
hlutverkið sennilega minnst not-
að meðal vestrænna manna sem
stendur, en það sem hjálpar ein-
staklingum til aðlögunar mest;
en venjulega gætir þó þeirra
allra í sérhverjum trúuðum
manni, þótt eitt sé jafnan sterk-
ast. I þessu sambandi má benda
á, að oft gætir hjá mönnum
ósamkvæmni, því að fátítt er
að menn beiti trú sína gagnrýni.
Þannig geta þeir, sem trúa á
annað líf og miskunn guðs, ver-