Úrval - 01.10.1955, Page 82

Úrval - 01.10.1955, Page 82
80 tjRVAL ast að snúa til trúar þeim, sem eru einmana, sjúkir eða nálg- ast ævilok sín. Til þess að ná góðum árangri, verður vakning- arprédikari að láta tilheyrendur sína finna til öryggisleysis, sekt- ar og ótta við þau örlög, sem bíða þeirra eftir dauðann. Það hlutverk kristinnar trú- ar að skýra fyrirbrigði lífsins, hefur smátt og smátt farið minnkandi eftir því sem ,,vís- indin“ og ,,skynsemin“ hafa fært mönnum í hendur fleiri og gagnlegri skýringar. Þannig hafa kenningar vísindanna um þróun tegundanna og tilurð jarðarinnar komið í staðinn fyr- ir skýringar biblíunnar. Enn er þó rúm fyrir trúarlegar skýr- ingar og allir kristnir menn munu halda því fram, að í upphafi hafi guð skapað heim- inn. En trúað fólk finnur nú minna til þess en áður að trú og skynsemi séu andstæður, þeg- ar um er að ræða skýringar á efnisheiminum, einkum vegna þess að trúarbrögðin láta sér nú orðið nægja að skýra þau fyrirbrigði, sem eru ut- an við svið vísindanna. Dæmi frá öðru sviði eru framfarir í sálsýkisfræði, sem dregið hafa úr trúnni á drauga, og í sálar- fræði, sem hafa leitt í Ijós, að samvizkan er áunninn eiginleiki, en ekki eiginleiki, sem guð hef- ur lagt manninum í brjóst. Þau hlutverk trúarinnar sem hér hafa verið gerð að umtals- efni, eru ekki nauðsynleg í þeim skilningi, að hugsanlegt er, að sumir menn hafi ekki þörf fyrir þau, eða geti fullnægt þeirri þörf á annan hátt. Þannig er hugsanlegt, að maður, sem hef- ur aðlagazt vel lífinu og finnur til öryggis og sjálfstrausts, finni ekki hjá sér neina trúarþörf, og að maður, sem skortir öryggis- kennd og sjálftraust, leiti halds í félagsskap, sem ekki er trúar- legs eðlis, eða leggist í óreglu. Ekki er líklegt, að' maður, sem hefur nægilega áhrifaríkan per- sónuleika til þess að sveigja aðra menn undir vilja sinn, grípi til siðgæðisprédikana. Loks er svo það, sem áður var á drepið, að þegar fram koma gagnlegri og frjórri vísindalegar skýring- ar á fyrirbrigðum efnisheims- ins, koma þær í stað trúarlegra skýringa. Hin ýmsu hlutverk trúarinnar eru ekki öllum mönnum jafn- mikilvæg, af því að þarfir manna eru misjafnar. Af þeim þrem hlutverkum, sem hér hef- ur verið drepið á, er skýringar- hlutverkið sennilega minnst not- að meðal vestrænna manna sem stendur, en það sem hjálpar ein- staklingum til aðlögunar mest; en venjulega gætir þó þeirra allra í sérhverjum trúuðum manni, þótt eitt sé jafnan sterk- ast. I þessu sambandi má benda á, að oft gætir hjá mönnum ósamkvæmni, því að fátítt er að menn beiti trú sína gagnrýni. Þannig geta þeir, sem trúa á annað líf og miskunn guðs, ver-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.