Úrval - 01.10.1955, Side 85

Úrval - 01.10.1955, Side 85
TRÚ OG SKYNSEMI 83 lífi nútímans hafa ennfremur þau áhrif að hugsandi fólk ótt- ast um framtíð sína og spyr „hvort mannlífið hafi nokkurn skynsamlegan tilgang“. Þannig hefur þörfin á hinu siðgæðis- lega hlutverki trúarinnar aukizt. Af þessu er augljóst, að skil- yrði til trúarvakningar eru fyrir hendi, og væri það ekkert undr- unarefni, ef til hennar kæmi. En hvort sú vakning verður eða ekki, og hvar hún verður, er komið undir þáttum í persónu- leika og menntun hlutaðeigandi fólks. Mikilvægasti þátturinn er ef til vill andstæðurnar milli trúar- bragða og vísinda. Eðli þessara andstæðna hefur breytzt síðan á síðari helmingi fyrri aldar. Þá var valið á milli tveggja and- stæðra skilgreininga á sama hlutnum: nú hliðra forsvars- menn trúarbragðanna sér hjá því að koma með skýringar á at- riðum, sem vísindin fjalla um. Andstæðurnar eru nú öllu frek- ar milli hugsunarháttar, þeirrar rökvísi sem beitt er. Hvernig getur maður, sem vanur er að leysa dagleg vandamál sín með aðferðum skynseminnar, tekið upp aðferðir trúarinnar, trúar án sannana, á öðrum sviðum lífsins? Þetta er vandamál hins hugsandi manns, sem alizt hefur upp við aðferðir vísindanna, og hann kennir glöggt þann vanda. Það er ekkert svar við þessu að segja, að til séu spurningar, t. d. á sviði siðgæðis, sem vísindin geti ekki f jallað um. Því að enda þótt vísindalegar aðferðir geti aðeins hjálpað oss til að ákveða leiðir en ekki markmið, hlýtur heilbrigð skynsemi og ráðvendni að meina oss að nota ósannaða eða ósannanlega trú við val markmiða. Það eru vitanlega til margir menn, sem ekki finna hjá sér neina þörf til að vera sjálfum sér samkvæmir, t. d. menn, sem eru miklir stærðfræð- ingar og eðlisfræðingar, en að- hyllast eigi að síður háspeki- legar hugmyndir á grundvelli sannana, sem þeir myndu telja hneykslanlegar í vísindagrein sinni. Það fer eftir aðstæðum og uppeldi hvort menn sætta sig við slíka ósamkvæmni. Af framansögðu má ráða, að ég er barn míns tíma. Eftir að hafa í sautján ár ævi minnar verið að læra að meta og vega sannanir, finn ég mig knúinn til að nota aðferðir skynsemi og sannana hvenær sem því verður við komið. Og þegar um er að ræða val markmiða, þar sem sönnunum verður ekki við kom- ið, hlýt ég að halda áfram að vera vantrúarmaður. Ég fullyrði ekki, að vitsmuna- leg samkvæmni eða skynsemi sé undir öllum kringumstæðum æskilegri eða betri en trú. And- legar þarfir manna eru misjafn- ar, og sérhver maður lifir, eða á að lifa, því lífi, sem bezt full- nægir þörfum hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.