Úrval - 01.10.1955, Side 86

Úrval - 01.10.1955, Side 86
Dvöl í Trjákrónu-gistihúsinu. Grein úr „Wide World Magazine“, eftir Mary Stanmore. EG hef nýlega verið fjórar nætur uppi í tré — fjórar þær skemmtilegustu nætur, sem ég hef lifað. ímyndið ykkur samt ekki að ég hafi haldið mér fastri í greinarnar; nei, þvert á móti hafði ég öll þæg- indi, svaf í góðu rúmi, hafði þak yfir höfði mér og gólf und- ir fótum mér. Þetta var í sér- kennilegasta gistihúsi sem til er. Fyrir um átján árum datt gistihúseiganda einum í Nyeri, Kenya-nýlendunni í Mið-Afríku, það snjallræði í hug, að byggja lítið gistihús í krónu á stóru tré inni í frumskóginum, þar sem ferðamenn er áhuga hafa á náttúrufræði, gætu horft á villidýrin í þeirra eðlilega um- hverfi. Þessi ,,hugdetta“ hefur reynzt vinsælli með ári hverju, allt frá því hún komst í fram- kvæmd. Ég varð því mjög glöð, er mér var boðið að dvelja nokkra daga í ,,Trjákrónunni“. *) Gistihús þetta hlaut heims- frægð, er Elísabet drottning var á ferð á þessum slóðum; hún og mað- ur hennar dvöldu i „Trjákrónunni", er henni barst fregnin um lát föð- ur sins. — Mau-Maumenn brenndu það seinna til kaldra kola. •—• Þýð. Lítill hópur okkar, væntan- legra „Trjákrónu“-gesta safnað- ist saman í gistihúsinu í Nyeri. Flest okkar voru stuttklædd, en í þykkum yfirhöfnum og á skóm með mjúkum sólum, til að fæla ekki dýrin. Tvær bifreiðar fluttu okkur á svipstundu tíu mílur eftir þjóðveginum út fyrir borg- ina, þá var beygt inn á allgreini- lega troðninga gegnum kjarr- lendi og haldið eftir þeim þar til bílarnir komust ekki lengra. Hvíti veiðimaðurinn, sem leið- beindi okkur, tók nú forustuna, en hafurtask okkar var látið í poka, er blökkumaður sveiflaði á bak sér. Síðan var haldið af stað í halarófu með leiðsögu- manninn í fararbroddi, gegnum hinn þétt gróður, er mestmegnis var hávaxið gras. Það var ó- mögulegt að sjá neitt verulega framundan sér og alls ekkert til hliðanna, nema þar sem slóðir fíla eða nashyrninga lágu þvert á leið okkar. Áður en lagt var af stað, hafði fylgdarmaðurinn sagt okkur, að við skyldum ekki talast við eða hafa hátt um okkur, því að ekkert fældi villi- dýrin eins mikið og mannamál. Þegar við komum lengra inn í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.