Úrval - 01.10.1955, Síða 86
Dvöl í Trjákrónu-gistihúsinu.
Grein úr „Wide World Magazine“,
eftir Mary Stanmore.
EG hef nýlega verið fjórar
nætur uppi í tré — fjórar
þær skemmtilegustu nætur, sem
ég hef lifað. ímyndið ykkur
samt ekki að ég hafi haldið
mér fastri í greinarnar; nei,
þvert á móti hafði ég öll þæg-
indi, svaf í góðu rúmi, hafði
þak yfir höfði mér og gólf und-
ir fótum mér. Þetta var í sér-
kennilegasta gistihúsi sem til er.
Fyrir um átján árum datt
gistihúseiganda einum í Nyeri,
Kenya-nýlendunni í Mið-Afríku,
það snjallræði í hug, að byggja
lítið gistihús í krónu á stóru
tré inni í frumskóginum, þar
sem ferðamenn er áhuga hafa
á náttúrufræði, gætu horft á
villidýrin í þeirra eðlilega um-
hverfi. Þessi ,,hugdetta“ hefur
reynzt vinsælli með ári hverju,
allt frá því hún komst í fram-
kvæmd. Ég varð því mjög glöð,
er mér var boðið að dvelja
nokkra daga í ,,Trjákrónunni“.
*) Gistihús þetta hlaut heims-
frægð, er Elísabet drottning var á
ferð á þessum slóðum; hún og mað-
ur hennar dvöldu i „Trjákrónunni",
er henni barst fregnin um lát föð-
ur sins. — Mau-Maumenn brenndu
það seinna til kaldra kola. •—• Þýð.
Lítill hópur okkar, væntan-
legra „Trjákrónu“-gesta safnað-
ist saman í gistihúsinu í Nyeri.
Flest okkar voru stuttklædd, en
í þykkum yfirhöfnum og á skóm
með mjúkum sólum, til að fæla
ekki dýrin. Tvær bifreiðar fluttu
okkur á svipstundu tíu mílur
eftir þjóðveginum út fyrir borg-
ina, þá var beygt inn á allgreini-
lega troðninga gegnum kjarr-
lendi og haldið eftir þeim þar
til bílarnir komust ekki lengra.
Hvíti veiðimaðurinn, sem leið-
beindi okkur, tók nú forustuna,
en hafurtask okkar var látið í
poka, er blökkumaður sveiflaði
á bak sér. Síðan var haldið af
stað í halarófu með leiðsögu-
manninn í fararbroddi, gegnum
hinn þétt gróður, er mestmegnis
var hávaxið gras. Það var ó-
mögulegt að sjá neitt verulega
framundan sér og alls ekkert til
hliðanna, nema þar sem slóðir
fíla eða nashyrninga lágu þvert
á leið okkar. Áður en lagt var
af stað, hafði fylgdarmaðurinn
sagt okkur, að við skyldum ekki
talast við eða hafa hátt um
okkur, því að ekkert fældi villi-
dýrin eins mikið og mannamál.
Þegar við komum lengra inn í