Úrval - 01.10.1955, Page 91

Úrval - 01.10.1955, Page 91
ÉG HEF BEÐIÐ EFTIR ÞÉR . . . 89 „Þakka yður kærlega fyrir. Sælir, forstjóri," sagði ungfrú Bergström með sömu annarlegu röddinni og áður. Hann horfði á eftir henni, þegar hún gekk yfir grænt gólfteppið. Hún tipl- aði ekki eins og venjulega; hún var búin að fá nýtt göngulag, ungt og fjaðurmagnað. Hún skyldi þó ekki vera komin í giftingarþanka ? Hann vildi ekki missa hana fyrir nokkurn mun, slíkur einkaritari var ekki á hverju strái. Síðan fór hann að blaða aftur í skjölum sínum og skömmu seinna var hann búinn að steingleyma ungfrú Berg- ström. II. Allan vaknaði. Járnrimlarnir í glugganum vörpuðu svörtum skuggum á fölgulan bjarmann, sem féll á gólfið frá ljóskeri fyrir utan. Hann hafði hrokkið upp mörg- um sinnum áður, eins og oft á sér stað, þegar menn ætla í ferðalag að morgni. Þó var hann alls ekki óróleg- ur; það var eins og honum væri sama um allt. Hann horfði á skuggana af járnrimlunum og hugsaði með sér: Þetta er í síðasta skiptið. Hann reis á fæt- ur og gekk út að glugganum. Það var kalt í klefanum, en myrkur, stjörnublikandi himin- inn fyrir utan var ennþá kaldari. Það var nýfallinn snjór á þak- inu. Hann reyndi að teygja sig, en hann var svo stirður, að það ARVID BRENNER er þýzkur i föðurœtt en sænskur í móðurœtt og flúði frá Þýzkalcindi þegar Hitler kom til valda þar árið 1933; um leið skipti hann um nafn, liét áður Helge Heer- berger. Fyrsta bók hans, KOMPROM- ISS, kom út árið 19jl^. Rekur höfund- ur þar örlög tveggja ungra manna og gerir tilraun til að skýra sálfrœði- lega hversvegna annar hallast að naz- isma og hinn að lcommúnisma. I þess- ari bók kemur fram það sem gengur eins og rauður þráður gegnum síðari bcekur hans: viljinn til að skilja, án þess fyrir þá sök að fyrirgefa. Það varð . honum knýjandi nduðsyn að skýra nazismann sálfrœðilega — fyrir lesendunum og sjálfum sér. Eðlileg afleiðing þessa varð sú, að millistéttin varð meginviðfangsefni hans, sú stéttin, sem segja má að hafi lyft nazismanum til vakla. Bœkur Brenn- ers hlutu góðar viðtökur, en álmenn- um vinsœldum náði liann ekki fyrr en með bókinni VINTERVÁGEN, sem kom út 191f5. Nú er Brenner talinn í hópi helztu skáldsagnahöfunda Svía. var eins og hann hefði misst þann hæfileika fyrir löngu. Eftir nokkra klukkutíma verð ég kominn út, sagði hann við sjálfan sig. Eftir nokkra klukku- tíma er ég frjáls maður og geng um göturnar í almennilegum fötum og má gera það sem mér sýnist — stíga upp í sporvagn, bregða mér inn í krá eða verzl- un, standa kyrr í sólskininu, beygja mig niður og taka snjó í lófa minn og kasta honum upp í loftið. Og ég get horft á kven- fólkið eins og mig lystir; ég fæ að sjá hvernig það klæðir sig nú til dags og ef til vill brosir einhver til mín. Hann reyndi að gleðjast við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.