Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 91
ÉG HEF BEÐIÐ EFTIR ÞÉR . . .
89
„Þakka yður kærlega fyrir.
Sælir, forstjóri," sagði ungfrú
Bergström með sömu annarlegu
röddinni og áður. Hann horfði
á eftir henni, þegar hún gekk
yfir grænt gólfteppið. Hún tipl-
aði ekki eins og venjulega; hún
var búin að fá nýtt göngulag,
ungt og fjaðurmagnað. Hún
skyldi þó ekki vera komin í
giftingarþanka ? Hann vildi ekki
missa hana fyrir nokkurn mun,
slíkur einkaritari var ekki á
hverju strái. Síðan fór hann að
blaða aftur í skjölum sínum og
skömmu seinna var hann búinn
að steingleyma ungfrú Berg-
ström.
II.
Allan vaknaði. Járnrimlarnir
í glugganum vörpuðu svörtum
skuggum á fölgulan bjarmann,
sem féll á gólfið frá ljóskeri
fyrir utan.
Hann hafði hrokkið upp mörg-
um sinnum áður, eins og oft
á sér stað, þegar menn ætla í
ferðalag að morgni.
Þó var hann alls ekki óróleg-
ur; það var eins og honum væri
sama um allt. Hann horfði á
skuggana af járnrimlunum og
hugsaði með sér: Þetta er í
síðasta skiptið. Hann reis á fæt-
ur og gekk út að glugganum.
Það var kalt í klefanum, en
myrkur, stjörnublikandi himin-
inn fyrir utan var ennþá kaldari.
Það var nýfallinn snjór á þak-
inu. Hann reyndi að teygja sig,
en hann var svo stirður, að það
ARVID BRENNER er þýzkur i
föðurœtt en sænskur í móðurœtt og
flúði frá Þýzkalcindi þegar Hitler kom
til valda þar árið 1933; um leið skipti
hann um nafn, liét áður Helge Heer-
berger. Fyrsta bók hans, KOMPROM-
ISS, kom út árið 19jl^. Rekur höfund-
ur þar örlög tveggja ungra manna
og gerir tilraun til að skýra sálfrœði-
lega hversvegna annar hallast að naz-
isma og hinn að lcommúnisma. I þess-
ari bók kemur fram það sem gengur
eins og rauður þráður gegnum síðari
bcekur hans: viljinn til að skilja, án
þess fyrir þá sök að fyrirgefa. Það
varð . honum knýjandi nduðsyn að
skýra nazismann sálfrœðilega — fyrir
lesendunum og sjálfum sér. Eðlileg
afleiðing þessa varð sú, að millistéttin
varð meginviðfangsefni hans, sú
stéttin, sem segja má að hafi lyft
nazismanum til vakla. Bœkur Brenn-
ers hlutu góðar viðtökur, en álmenn-
um vinsœldum náði liann ekki fyrr en
með bókinni VINTERVÁGEN, sem
kom út 191f5. Nú er Brenner talinn
í hópi helztu skáldsagnahöfunda Svía.
var eins og hann hefði misst
þann hæfileika fyrir löngu.
Eftir nokkra klukkutíma verð
ég kominn út, sagði hann við
sjálfan sig. Eftir nokkra klukku-
tíma er ég frjáls maður og geng
um göturnar í almennilegum
fötum og má gera það sem mér
sýnist — stíga upp í sporvagn,
bregða mér inn í krá eða verzl-
un, standa kyrr í sólskininu,
beygja mig niður og taka snjó
í lófa minn og kasta honum upp
í loftið. Og ég get horft á kven-
fólkið eins og mig lystir; ég
fæ að sjá hvernig það klæðir
sig nú til dags og ef til vill
brosir einhver til mín.
Hann reyndi að gleðjast við