Úrval - 01.10.1955, Page 92

Úrval - 01.10.1955, Page 92
90 ÚRVAL þessa tilhugsun, en það gekk ekki sem bezt. Hann var senni- lega búinn að glata þeim hæfi- leika líka að geta glaðzt yfir hlutunum. Hann hafði setið sex ár í fang- elsi án þess að vita sig sekan um nokkurt afbrot. Hann haf ði spilað hátt og tap- að — það var allt og sumt. Aðr- ir spiluðu líka hátt, en þeir voru heppnari og töpuðu ekki. Ef hann hefði unnið, hefði Mari- anna ekki fyrirlitið hann fyrir spilamennskuna. Hún hefði dáðst að honum. En hann tap- aði, og Marianna fór frá honum og giftist öðrum. Ef til vill hefði hún aldrei gert þetta af sjálfsdáðum, en þegar faðir hennar og móðir, bræður henn- ar og frænkur og Holgeir Van- gen sögðu, að Allan væri af- brotamaður, þá trúði hún þeim, sótti um skilnað og giftist Hol- geiri Vangen. Þó hafði hann í rauninni einungis spilað vegna Mariönnu. Hann var enginn spilamaður að eðlisfari, hann hafði einhvernveginn leiðzt út í þetta. Nei, hann gat varla sagt að hann fyndi til sektar. Ef ein- hver var sekur, var það þjóð- félagið, sem lét slíka spila- mennsku viðgangast, að minnsta kosti meðan allt gekk slysa- laust. En þessi skoðun gerði hann þó ekki að hatursmanni þjóðfélagsins. Hann gerði sér aðeins grein fyrir málinu, síðan þraukaði hann fangelsisvistina með þögn og þolinmæði — út- brunninn og þægur, eftirlætis- fangi varðanna. Hann vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs, þegar hann væri orðinn frjáls maður. Hann myndi aldrei framar snerta á spilum, og að öllum líkindum myndi hann ekki heldur taka sér neitt annað fyr- ir hendur. Hann hefði ef til vill beðið um að fá að vera kyrr í klefanum, ef það hefði verið leyfilegt. III. Öllum formsatriðum var lokið og fangelsishliðið skall í lás að baki honum. Allan var frjáls maður. Hann hélt á tösku í hendinni, og var í þokkalegu f ötunum sínum, sem voru aðeins of stór og í raun- inni ekki þokkaleg lengur. I sömu andrá kom hann auga á bifreið, sem hafði staðnæmzt skammt frá hliðinu. Þegar hann var kominn á móts við bifreiðina, sá hann að hún var ekki mannlaus. Það sat kona í henni. Hann var að hugsa um að snúa við, en þá opnaði konan bílhurðina og steig út. „Allan,“ sagði hún, og hann þekkti aftur rödd hennar. Hún var í heiðblárri kápu, og hatt- urinn var með sama lit. Hún lagði hanzkaklædda hönd á arm hans. „Þekkir þú mig ekki aftur?“ spurði hún. Hann tók ofan og hneigði sig. „Jú, ég þekki þig . . .“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.