Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 92
90
ÚRVAL
þessa tilhugsun, en það gekk
ekki sem bezt. Hann var senni-
lega búinn að glata þeim hæfi-
leika líka að geta glaðzt yfir
hlutunum.
Hann hafði setið sex ár í fang-
elsi án þess að vita sig sekan
um nokkurt afbrot.
Hann haf ði spilað hátt og tap-
að — það var allt og sumt. Aðr-
ir spiluðu líka hátt, en þeir voru
heppnari og töpuðu ekki. Ef
hann hefði unnið, hefði Mari-
anna ekki fyrirlitið hann fyrir
spilamennskuna. Hún hefði
dáðst að honum. En hann tap-
aði, og Marianna fór frá honum
og giftist öðrum. Ef til vill
hefði hún aldrei gert þetta af
sjálfsdáðum, en þegar faðir
hennar og móðir, bræður henn-
ar og frænkur og Holgeir Van-
gen sögðu, að Allan væri af-
brotamaður, þá trúði hún þeim,
sótti um skilnað og giftist Hol-
geiri Vangen. Þó hafði hann í
rauninni einungis spilað vegna
Mariönnu. Hann var enginn
spilamaður að eðlisfari, hann
hafði einhvernveginn leiðzt út
í þetta. Nei, hann gat varla sagt
að hann fyndi til sektar. Ef ein-
hver var sekur, var það þjóð-
félagið, sem lét slíka spila-
mennsku viðgangast, að minnsta
kosti meðan allt gekk slysa-
laust. En þessi skoðun gerði
hann þó ekki að hatursmanni
þjóðfélagsins. Hann gerði sér
aðeins grein fyrir málinu, síðan
þraukaði hann fangelsisvistina
með þögn og þolinmæði — út-
brunninn og þægur, eftirlætis-
fangi varðanna. Hann vissi ekki
hvað hann ætti að taka til
bragðs, þegar hann væri orðinn
frjáls maður. Hann myndi aldrei
framar snerta á spilum, og að
öllum líkindum myndi hann ekki
heldur taka sér neitt annað fyr-
ir hendur. Hann hefði ef til vill
beðið um að fá að vera kyrr í
klefanum, ef það hefði verið
leyfilegt.
III.
Öllum formsatriðum var lokið
og fangelsishliðið skall í lás að
baki honum.
Allan var frjáls maður. Hann
hélt á tösku í hendinni, og var
í þokkalegu f ötunum sínum, sem
voru aðeins of stór og í raun-
inni ekki þokkaleg lengur.
I sömu andrá kom hann auga
á bifreið, sem hafði staðnæmzt
skammt frá hliðinu.
Þegar hann var kominn á
móts við bifreiðina, sá hann að
hún var ekki mannlaus. Það sat
kona í henni. Hann var að hugsa
um að snúa við, en þá opnaði
konan bílhurðina og steig út.
„Allan,“ sagði hún, og hann
þekkti aftur rödd hennar. Hún
var í heiðblárri kápu, og hatt-
urinn var með sama lit. Hún
lagði hanzkaklædda hönd á arm
hans.
„Þekkir þú mig ekki aftur?“
spurði hún.
Hann tók ofan og hneigði sig.
„Jú, ég þekki þig . . .“