Úrval - 01.10.1955, Side 93

Úrval - 01.10.1955, Side 93
BG HEP BEÐIÐ EPTIR ÞER . . . 91 En það var ekki andlit, sem hann sá, það var skuggi af and- liti, skuggi manneskju, sem hann hafði elskað. Hann stóð þarna furðu lostinn í snjóbirt- unni — var þetta ekki sýn, sem hann sá? „Ég hef beðið eftir þér,“ sagði Ingibjörg. Hann varð þess var, að bíl- stjórinn tók töskuna hans og lét hana inn í bílinn. Hann lang- aði til að flýja, inn í fangelsið eða eitthvað burtu — allt var skárra en þetta öfugstreymi tímans, þessi afskræmdi upp- vakningur hins liðna. En Ingibjörg tók í hönd hans og dró hann inn í bílinn. Bíllinn ók af stað eftir snævi- þakinni götunni. Allan fékk verk í augun af snjóbirtunni og brá hendinni fyrir þau. „Þú ert þreyttur,“ sagði Ingi- björg og rödd hennar var mild og blíð. En nú færðu að hvíla þig — hvíla þig frá öllu . . .“ „Hvaðan kemur þú?“ spurði hann. „Hvernig vissir þú að ég . . .“ „Ég hef vitað allt,“ svaraði hún. „Ég hef alltaf vitað það. Ég vissi að það mundi enginn annar bíða eftir þér í dag. Þess vegna kom ég. Þú átt að búa hjá mér, Allan. Ég hef svo nota- lega íbúð. En þú þarft ekki að vera lengur en þú sjálfur villt. Mig langar bara til að þú eigir eitthvert athvarf núna. Manstu eftir síðasta bréfinu, sem þú skrifaðir mér? Það eru seytján ár síðan. Þú skrifaðir, að þú elskaðir mig ekki lengur, en við skyldum halda áfram að vera vinir, og ef ég þyrfti á hjálp þinni að halda, skyldi ég snúa mér til þín. Ég svaraði, að veg- urinn frá mér til þín væri lok- aður, en vegurinn frá þér til mín yrði alltaf opinn . . og hann er ennþá opinn, Allan!“ Það var syngjandi hreimur í mjúkri rödd hennar, sigurhreim- ur. En hún strauk hönd hans hægt og blíðlega. Honum fannst hann vera aðframkominn af þreytu. Bíllinn ók áfram. Einhvers- staðar fyrir utan var fögur ver- öld í vetrarskrúði. „Ég vissi að konan þín fór frá þér,“ sagði Ingibjörg. „En ég — ég fyrirlít þig ekki. Ég veit að þú hefur ekki brotið neitt af þér. Ég stend alltaf með þér, Allan. Ég stæði líka með þér, þó að þú hefðir framið eitthvert afbrot. En ég skal ekki ergja þig með ástarhjali, Allan. Ég ætla bara að vera vinur þinn!“ vera vinur þinn!“ Nú var bíllinn kominn á aðal- götuna. Sporvagnar og strætis- vagnar og fólk, var á sífelldu iði í sólskininu. Allan þótti sem hann hefði verið dauður og hefði verið leyft að líta mannheima í síðasta sinn. Kvenfólkið á götunni hló — hann heyrði ekki hláturinn, en hann sá í tennur milli rauðra varanna. Hann gaut augunum til konunnar við hlið sér. Hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.