Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 95
ÉG HEP BEÐIÐ EPTIR ÞER . . .
var hennar listsköpun. Jafnvel
héma, í þessu glæsta og ný-
tízkulega herbergi hennar, þar
sem rauði stóllinn Var eini grip-
urinn, sem hún hafði haft með
sér úr föðurhúsum, var allt fullt
af litlu hekluðu dúkunum.
Allan leit í kringum sig og
kom allt í einu auga á borð,
sem stóð skammt frá. Gullofinn
dúkurinn náði alveg niður á gólf.
ið. I tveimur silfurstjökum voru
gríðarhá svört kerti. Umhverfis
stjakana var raðað á að gizka
tuttugu ljósmyndum í litlum
silfurrömmum. Allan laut áfram
-— hann trúði varla sínum eigin
augum.
En þetta var engin missýn-
ing.
Allar myndirnar voru af hon-
um sjálfum —- allt frá því að
hann lá strípaður smákrakki á
hvítabjarnarfeldi, þar til hann
var ljósmyndaður í réttarhöld-
unum. Sú mynd hafði verið
klippt út úr blaði.
Hann horfði skelfdur í kring-
um sig — og sá fjölda gripa,
sem hann hafði ýmist gefið
henni eða þau keypt í samein-
ingu — ,, í framtíðarheimilið
okkar“ eins og þau höfðu kallað
það — blómaker og skálar,
postulínsstyttur og aðra skraut-
muni. Herbergið var eins og
grafhýsi, þar sem æska hans
hvíldi líkt og smurlingur.
Átján ára gamall hafði hann
sagt skilið við Ingibjörgu. Hann
komst í kynni við aðra stúlkur
og varð loks ástfanginn af Mari-
9S
önnu. Hann hafði spilað hátt
og lent í fangelsi — en hérna
í íbúð Ingibjargar hafði æsku-
maðurinn Allan lifað áfram —
síungur, elskaður og dáður.
Allan varð hræddur. Þetta
sólbjarta herbergi var skyndi-
lega orðið miklu óhugnanlegra
fangelsi en klefinn sem hann
var nýsloppinn úr. Hann lang-
aði til að rífa upp gluggann og
hrópa á hjálp. En hann sat al-
veg lamaður í rauða stólnum.
V.
Dyrnar opnuðust og Ingibjörg
kom inn með hlaðinn bakka.
Ilmur af kaffi og steiktú
svínsfleski barst að vitum hans,
hann sá rauðgulan ost og rauðar
hreðkur og allskonar álegg á
mörgum smádiskum. Hann
blygðaðist sín hálfgert fyrir hve
græðgislega hann horfði á rétt-
ina.
„Fekkstu þér ekki að reykja?“
spurði Ingibjörg. „Var það
kannske ekki rétt tegund? Þú
þiggur snaps — hann er ískald-
ur, ég hef kæliskáp . . . Ég vona
bara að þér líki þetta! Ég vona
að þú hafir sama smekk og síð-
ast — eg man vel hvað þér
þótti gott þá . . .“
Þau mötuðust.
Allan fyrirvarð sig — en þetta
var fyrsta almennilega máltíðin
sem hann hafði fengið í sex ár
og hann lét ekki sitt eftir liggja.
Hann hámaði í sig.
En hann þorði ekki að drekka