Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 96

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL nema eitt glas. Það snarsveif á hann. Ingibjörg snerti varla mat- inn. Hún var önnum kafin við að rétta honum; hann var ekki fyrr búinn að kingja, en hún bauð honum nýjar krásir. Þegar þau höfðu matazt, leyfði hún honum að bera af borðinu með sér. ,,Þú ættir í rauninni ekki að fá að gera þetta,“ sagði hún, ,,en þú varst vanur að gera það þegar þú komst heim til mín í gamla daga, manstu það ekki, þú sagðir að þér þætti svo gam- an að því, þú hefðir aldrei gert það heima hjá þér, því að þið hefðuð alltaf vinnukonur — þessvegna máttu líka hjálpa mér núna, þetta er alveg eins og forðum. Nei, ég þvæ ekki upp diskana, ég fæ hjálpar- stúlku annanhvern dag . . .“ Þau fóru aftur inn í stofuna, drukku kaffi og reyktu í skot- inu við gluggann. Allan var saddur og sljór, hann langaði til að sofna. En hann mundi allt í einu eftir því, að hann hafði ekki sýnt henni neinn þakklætisvott, aðeins þakkað kurteislega fyrir mat- inn. En það var erfitt að tala, eftir sex ára þögn, og auk þess var hann alls ekki þakklátur, hann var hræddur við hana. Hún brosti til hans og sagði: ,.Það er óþarfi að þakka mér. Ég hef þráð svo heitt að fá að gera eitthvað fyrir þig, og ég er svo glöð að hafa fengið tækifæri til þess. Ég veit að þú ert enginn öreigi, ég þarf ekki að hjálpa þér að því leyti, en þú þurftir að eiga eitthvert at- hvarf þegar þú losnaðir úr fang- elsinu — ekki satt? — Kann- astu ekki annars við þessa kaffi- bolla? Þú gafst mér þá í af- mælisgjöf, en við völdum þá bæði — það voraði snemma þetta ár, og þegar við höfðum keypt bollana, gengum við út eftir Strandveginum, manstu ekki eftir því? . . . En ég skal ekki trufla þig með heimsku- legum, gömlum minningum, All- an. Ég vil aðeins að þér líði vel hjá mér. Þú verður hérna að minnsta kosti dálítinn tíma ? Þú verður að hvíla þig vel áður en þú ferð að leita þér atvinnu. Ég tók mér frí í dag, en ann- ars er ég að heiman allan dag- inn — ég er einkaritari Axels- sons forstjóra hjá Axelsson & Co. Það er ágæt staða — og þú getur notað íbúðina eftir vild. Stúlkan getur eldað há- degismat fyrir þig, ef þú vilt. Líttu á þennan hring, Allan, ég hef borið hann öll þessi ár, dag og nótt, ég lét hann minna mig á þig á hverjum morgni þegar ég vaknaði. Ég var alltaf sann- færð um að þú mundir koma einhverntíma til mín aftur — á einn eða annan hátt. Ég hef þráð svo ákaft — og ef til vill eru óskir máttugar — það lítur næstum út fyrir það . . .“ Það var aftur kominn syngj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.