Úrval - 01.10.1955, Síða 100

Úrval - 01.10.1955, Síða 100
98 ÚRVAL verið ein míns liðs síðan mamma dó. Ég les bækur og sæki fyrir- lestra. Það nægir mér. Ég skal segja þér eitt, Allan, ég er ekk- ert sérlega hrifin af fólki, ég hef aldrei kært mig um að þekkja neinn annan en þig . . .“ Hún brosti til hans. Hún hafði snyrt sig og málað og var furðu ungíeg í mildum bjarma kerta- ljósanna. Berir handleggirnir voru grannir og hvítir. Hann hafði ekki komið nálægt konu í sex ár. 1 sex sinnum þrjú hundruð sextíu og fimm nætur hafði hann legið andvaka og hugsað um Mariönnu. En Mari- anna hét nú frú Vangen og hafði hringt af án þess að virða hann svars. Ef til vill hefði hann tekið hvaða konu sem honum hefði boðizt þetta kvöld. Hann vissi að nú var orðið um sein- an að leggja á flótta. Hann lang- aði ekki heldur til þess lengur. VIII. Hann lá lengi í baðkerinu. Vatnið var grænleitt af baðsalt- inu, sem fyllti litla baðherberg- ið af skógarilmi. Hann langaði til að liggja þarna alla nóttina, móka í volgu vatninu og skjóta úrslitunum á frest. Klukkan var að verða eitt, þegar hann kom aftur inn í stof- una. Ingibjörg hafði búið um hann á breiða dívaninum, og fært smá borð að höfðagaflinum. Á borð- inu var lampi, vatnsglas, sígar- ettur og öskubakki, og fáeinar bækur, sem hann gat valið úr. Hann leit á bækurnar. Það voru ómerkilegir reyfarar. Hann teygði úr sér undir hvít- um og svölum sængurklæðun- um. Svo heyrði hann mjúkt fóta- tak. Hann leit upp og sá Ingi- björgu. Hún var í skósíðum morgunslopp úr ljósbláu silki. ,,Var baðið ekki notalegt?" sagði hún. „Vanhagar þig um nokkuð ? Ég skal ekki trufla þig, eg ætlaði bara að bjóða þér góða nótt . . .“ Hún tyllti sér á dívaninn og fór að losa um lindann á sloppn- um, eins og ósjálfrátt. ,,Ingibjörg,“ sagði hann, og hún laut niður að honum. Munn- ur hennar snerti hans, og nú veitti hann ekki viðnám, hann dró hana að sér. Hann reyndi að ímynda sér að það væri Mari- anna, sem hvíldi í örmum hans, en honum tókst það ekki; hann vissi að það var Ingibjörg, og ef til vill kaus hann það helzt af öllu. Hann vissi að hann hafði gefizt upp, en honum fannst það ekki skipta neinu máli. Hann hafði hlaupið frá henni út í líf- ið, en honum hafði orðið fóta- skortur, og nú var hann kominn til hennar aftur. Hann heyrði lágan smell, og þó að hann væri með lokuð aug- un, varð hann þess var, að það var orðið dimmt í herberginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.